Kennarar

Ása Sóley Svavarsdóttir

Ása Sóley byrjaði að iðka yoga árið  2009 og fór í sitt fyrsta yogakennaranám árið 2012. Stuttu eftir námið hætti hún í vinnunni og hóf að kenna jóga í fullu starfi. Hún segir það án efa vera eina þá bestu ákvörðun sem hún hefur tekið. ,,Yoga hefur gefið mér svo margt bæði andlega og líkamlega og ég er endalaust þakklát fyrir að fá að deila yogaástríðunni minni með öðrum á hverjum degi” segir hún.

Ása Sóley er með kennararéttindi frá Yoga Shala Reykjavík og High Vibe Yoga á Balí ásamt grunn og framhaldskennaranámi í Yoga Nidra frá Amrit Yoga Institude á Flórída og bætti síðast við sig yin yogakennararéttindum hjá David Kim.

 

 

Bríet Birgisdóttir

Briet er yogakennari og hefur lokið 500 tíma yoganámi frá YogaWorks í Osló/Stokkhólmi og 340 tímum í Iyengaryoga. Auk þess að hafa bætt við sig 85 stunda námi í meðgönguyoga og Yin yoga hefur Bríet sótt fjöldan allan af námskeiðum og vinnustofum, meðal annars með þekktum yogakennurum eins og Maty Ezraty, Jenny Arthur, Dice Iida-Klein og Donna Farhi.

Auk þess að vera yogakennari hjá Yoga&Heilsu er Bríet er hjúkrunarfræðingur að mennt með meistaragráðu í lýðheilsufræðum.Hún starfar sem heilsuráðgjafi hjá Klíníkinni. Bríet brennur fyrir fyrirbyggjandi heilsu og hefur unnið að ýmsum verkefnum sem tengjast lífshamingju og vellíðan meðal annars fyrir Lýðheilsustöð og Radet for Psykisk helse í Noregi.

 

Ásta Þórarinsdóttir

Ásta hefur lokið jógakennaranámi hjá YogaWorks 200 RYT auk 30 tíma Yin jógakennaranámi hjá YogaWise.

Ásta hefur glímt við bakverki allt frá því hún var unglingur og þekkir vel fylgifiska þess. Í jóga hjá góðum kennurum fann hún heilsurækt sem sameinar styrktaræfingar, liðleika og slökun og segir að jöfn ástundun sé lykilatriði til að halda líkama og sál í góðu formi. 

Ásta er stöðugt að viða að sér meiri þekkingu á jóga og hefur tekið þátt í vinnustofum, námskeiðum og fjarnámi auk þess að vera stöðugt að lesa sér til og kynna sér hvað aðrir jógakennarar eru að gera.

 

Elín Ásbjarnardóttir Strandberg

Elín hefur iðkað jóga frá því árið 2005 þegar hún fór í sinn fyrsta jógatíma í íþróttum í MH og var þá ekki aftur snúið. Árið 2015 útskrifaðist Elín sem Hatha- og Power jógakennari frá Jógastúdíó í Reykjavík með 200 klst réttindi og hefur hún kennt stöðugt síðan. Elín hefur síðan bætt við sig 2 x 50 klst Yin jógakennararéttindum frá Summers School of Yin Yoga hjá Josh Summers í Boston. Elín starfar í dag sem Jógakennari í fullu starfi ásamt því að vera heimspekinemi í Háskóla Íslands, en henni þykir jógað frábær leið til að núllstilla sig og finna tenginguna inn á við með náminu og í hinu daglega amstri.

 

Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir

Jóna Dögg hefur alltaf elskað hreyfingu en hún hefur stundað ýmsar íþróttir síðan hún var barn. Meðal annars dans, jazzballet, hlaup, sund, hjólreiðar, lyftingar, box og kickbox, en fyrir örfáum árum fór hún að stunda yoga og hóf kennaranám samfara því. Fyrst lauk hún 200 klst námi hjá Amarayoga í Hafnarfirði vorið 2019. Sama haust fór hún til Barcelona og lauk samtals 75 klst námi í Yoga Trapeze hjá YogaBody og í lok janúar 2020 var hún í 6 vikur hjá Om Shanti Om Yoga Ashram í Rishikesh, Indlandi og lauk þar viðbótar 300klst námi sem samþykkt er af Yoga Alliance USA.  Einnig er Jóna Dögg með kennarréttindi í Yoga Nidra en hún lærði hjá Matsyendra í ágúst 2020.

 

Rósa Sturludóttir

Rósa hefur stundað jóga reglulega í yfir tuttugu ár. Árið 2014, lauk hún 200 tíma Hot Yoga kennaranámi frá Absolute Yoga Institude. 2017 bætti hún við sig 200 tíma kennaranámi í Iyengar hefðinni frá senior jógakennaranum Francois Raoult og vorið 2019, sérstöku Pranayama námskeiði hjá sama kennara. Rósa kláraði einnig kennaranám í Jóga Nidra hjá Matsyendra og Krakka- og unglingajóga frá Little Flower Yoga. Hún hefur auk þess sótt margar vinnustofur m.a. hjá Donnu Farhi. Rósa eyddi einum mánuði á Indlandi við jógaástundun.

%d bloggers like this:
search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close