fbpx

Kennarar

me bw

Ása Sóley Svavarsdóttir

yogakennari & eigandi

„Yoga hefur gefið mér svo margt bæði andlega og líkamlega og ég er endalaust þakklát fyrir að fá að deila yogaástríðunni minni með öðrum á hverjum degi.”

Ásta Þórarinsdóttir

Yogakennari & Eigandi

„Yoga er nærandi bæði fyrir líkama og huga og ég er í miklu betri tengslum við mína líðan þegar ég stunda yoga.”

María Dalberg

yogakennari

“Yoga breytti lífi mínu til hins betra. Það hefur gefið mér líkamlegan og andlegan styrk og hjálpað mér að finna hugarró og skerpa fókusinn. Yogaiðkunin hefur hjálpað mér að takast á við allskonar áskoranir í lífinu og svo er þetta bara svo skemmtilegt.”

Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir

yogakennari

„Ég er þakklát fyrir hvað ástundun yoga hefur fært mér; meiri hugarró en ég hef upplifað áður, losað um andlegar stíflur og haldið mér í formi þegar ég hef ekki getað stundað aðrar íþróttir útaf meiðslum.”

Ég ætla að halda áfram að þróa tæknina mína og deila henni með öðrum. Mig langar líka að þróa áfram pólskumælandi yogahóp sem ég fékk tækifæri að stofna með stuðningi frá Yoga&Heilsu. 

Eva Einarsdóttir

yogakennari


“Yoga kjarnar mig. Tengir hugann og líkamann og gefur meira lífsrými, ef það er nú orð.”

Eftir að ég byrjaði að stunda yoga hefur líf mitt breyst á allan hátt.
Það gefur mér ótrúlega mikið bæði líkamlega og andlega. Þessi dásamlegi friður og slökun á likama og sál er svo ómetanleg og að gefa sér tima til þess að finna sjálfan sig. 

Ég legg áherslu á að tengjast önduninni til að nota hana sem verkfæri til að flæða og hlusta á líkamann sinn

Komdu að stunda yoga með okkur!

Meðferðaraðilar og aðrir viðburðir

María býður upp á klassískt, djúp og slakandi nudd.

Stella býður upp á Heilun og Tónheilun í meðferðarherbergi Yoga&Heilsu. Þú getur bókað tíma hjá Stellu.

Birta Ólafsdóttir

KAP LEIÐBEINANDI - ÞROSKAÞJÁLFI

“Fyrir mig er KAP vitundarvakning um eigin líðan og vegur í átt til jafnvægis, vellíðunar, sjálfsástar og meðvitundar um hvers þú þarfnast til að verða besta útgáfan af þér í dag.