fbpx

Helen Long

Yogakennari

Ég fór í fyrsta jógatímann minn árið 1991 þá 12 ára gömul með mömmu minni og heillaðist strax af hugmyndafræðinni og þeim innri frið sem ég fékk út úr iðkuninni. Ég hef stundað jóga, með hléum inn á milli, í rúmlega 30 ár en var ekki tilbúinn fyrr en veturinn 2020 til að fá mér kennararéttindi. Ég tók 200 RYT hjá Drífu Atladóttur í Jógastúdíó og fór strax í kjölfarið í 300 RYT framhaldsnám til Ástu Maríu í Amarayoga og útskrifaðist þaðan vorið 2023. Frá sama skóla útskrifaðist ég með Yoga Nidra, Hugleiðslu, Tantra yoga og Hatha Yoga. Jóga hefur kennt mér margt um sjálfa mig og hjálpað mér mikið í gegnum margar hindranir, veikindi og áföll sem ég hef gengið í gegnum í lífinu. Áhugamálin mín eru ferðalög, útivist, hreyfing og að dansa, en ég æfði samkvæmisdansa í mörg ár. Ég hreyfi mig mikið, en auk jóga stunda ég pilates, lyftingar, HIIT og fjallgöngur. Skemmtilegustu jógastöðurnar mínar eru allar styrktarstöður og stöður á hvolfi. Mér finnst mjög skemmtilegt að „ögra“ smá sjálfri mér og prófa hvað ég get.

Ég byrja alltaf tímana á öndunaræfingum og enda á leiddri slökun. Tímarnir eru á rólegu tempói en við svitnum samt aðeins. Aðallega jógastöður en smá flæði með. Jóga hefur kennt mér margt um sjálfa mig og hjálpað mér mikið í gegnum margar hindranir, veikindi og áföll sem ég hef gengið í gegnum í lífinu. Þetta er heillandi við jóga og forréttindi að fá að miðla því til ykkar.