Námskeið & Viðburðir

Karlayoga – lokað námskeið

 • Dagsetning: 22.09.20 – 15.10.20
 • Vikudagar: Þriðjudaga & fimmtudaga
 • Tími: kl. 18:20-19:30.
 • Verð: 23.900.-
 • Kennari: Ása Sóley Svavarsdóttir
 • Skráning: yogaogheilsa@gmail.com

Strákar, það er kominn tími til að prufa yoga!!!
Námskeiðið er grunnnámskeið þar sem farðið verður í undirstöðu atriði yogaiðkunnar sem auka liðleika og styrk og auka líkamlega og andlega heilsu. Við förum í gegnum yogastöður, djúpar teygjur, öndun, hugleiðslu og endum hvern tíma á góðri slökun.
Frábært námskeið fyrir alla karlmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref í yoga eða hafa æft í einhvern tíma og vilja styrkja grunninn.

*Innifalið: 8 lokaðir tímar, aðgangur í alla opna tíma á meðan á námskeiðinu stendur, aðgangur að tækjasal og spa með saunu, heitum og köldum potti og flotlaug og handklæði fyrir sturturnar.


Greiðist með millifærslu á reikning nr 0133-26-200372 kennitala: 580619-1420

*þeir sem eru í áskrift hjá Yoga&Heilsu geta skráð sig frítt á námskeiðið ef að pláss leyfir.Skráning og nánari upplýsingar: yogaogheilsa@gmail.com

Yoga +

 • Dagsetning: FULLT – 24. ágúst – 16. september 2020
 • Vikudagar: Mánudaga og miðvikudaga
 • Tími: kl. 20:00 – 21:15
 • Verð: 23.900.-
 • Kennari: Bríet Birgisdóttir

Yoga plús eru einstök yoganámskeið þar sem þú lærir allar helstu yogastöður, öndunaræfingar, djúpar teygjur og hugleiðslu sem endurnæra bæði líkama og sál.  Í Yoga Plús er lögð höfuðáhersla á að aðlaga stöðurnar að þinni getu, hvort sem þú ert að kljást við ofþyngd, vandamál í stoðkerfinu eða að jafna þig eftir veikindi.  Á námskeiðinu máttu búast við að öðlast meiri styrk, liðleika og betri líkamsstöðu sem aftur stuðlar að t.d. minni bakverkjum, vöðvabólgu og almennri bættri líðan.  Innifalið í námskeiðsverðinu er 20. mínútna heilsuviðtal. Aðgangur að fallegu Spa með heitum og köldum potti og sauna. Handklæði er á staðnum. Einnig er hægt að nýta sér tækjasal fyrir/eftir hvern tíma.   

Kennari er Bríet Birgisdóttir, hjúkrunarfræðingur, lýðheilsufræðingur og heilsuráðgafi við Klíníkina. Bríet hefur til fjölda ára unnið með leiðir til þess að að laga yogastöður að ólíkum líkömum svo allir geti stundað yoga. 

Vertu með og upplifðu stórkostlega breytingu á andlegri og líkamlegri líðan  Allir þátttakendur geta nýtt sér opna tíma í stundatöflu.  

Get ekki hætt að dásama þetta námskeið. Er búið að reynast mér mikið gæfuspor að byrja á því. Líkamleg geta er öll önnur og ég er sko búin að fá miklu meira út úr þessu námskeiði heldur en alls konar líkamsræktarfitubolluíkjólinnfyrirjólun-námskeiðum sem ég hef farið á í gegn um tíðina.Munurinn er natni kennaranna að kenna konu að gera æfingarnar rétt og ekki síst kenna skilninginn á því hvað þurfi að gerast í líkamanum til þess að æfingin sé rétt framkvæmd. Það er hægt að hamast í að gera allskonar æfingar án þess að kveikja nokkurn tíman á hvað þarf að eiga sér stað í líkamanum til þess að kona fái það út úr æfingunni sem hún ætti að fá. Endilega ef þú ert bjútíbolla með kropp í lamasessi þá mæli ég milljón % með þessum tímum. Sigríður Hjördís Jörundsóttir

Sigríður Hjördís Jörundsóttir
 • Dagsetning: FULLT 25. ágúst – 10. september 2020
 • Vikudagar: Þriðjudaga & Fimmtudaga
 • Tími: kl. 17:30-18:45
 • Verð: 23.900.-
 • Kennari: Ása Sóley Svavarsdóttir

Yoga Grunnur-Byrjendanámskeið er þriggja vikna námskeið fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í yoga og þau sem vilja styrkja grunninn í sinni yogaiðkun.
Námskeiðið er 6 x 75 mínútna tímar þar sem farið verður vel í grunnstöðurnar í yoga, líkamsbeitngu, öndun, hugleiðslu og endað hvern tíma á góðri slökun. Eftir námskeiðið ætti hver og einn að vera kominn með góðan grunn til að mæta í opna yogatíma og halda áfram að byggja upp sína eigin yogaiðkun.

*Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17:30-18:45 frá 25.ágúst til 10.september.
*Kennari: Ása Sóley Svavarsdóttir
*Verð: 23.900 kr. Innifalið er aðgangur í alla opna tíma á meðan námskeiðið er í gangi, aðgangur að tækjasal og spa fyrir eða eftir yogatíma og handklæði fyrir sturturnar.
*Greiðist með millifærslu á reikning : 0133-26-200372 kennitala: 580619-1420

Skráning og nánari upplýsingar: yogaogheilsa@gmail.com

 • Dagsetning: 28. september – 21. október 2020
 • Vikudagar: Mánudaga & miðvikudaga
 • Tími: kl. 17:00-18:15
 • Verð: 23.900.-
 • Kennari: Bríet Birgisdóttir
 • Skráning: yogaogheilsa@gmail.com


Markmið meðgöngujóganámskeiðsins:
Þekkja þinn eigin líkama og að taka tillit til þarfa hans á meðgöngu auk þess að styrkja, liðka og ekki síst læra að slaka á.
Við þjálfum einnig öndunaræfingar sem koma að góðum notum við fæðinguna.


Meðgöngujóga er ekki síst til að kynnast öðrum ófrískum konum, styrkja hvor aðra og læra af hverri annarri.Meðganga og fæðing er án efa eitt stærsta verkefni í lífi hverrar konu sem velur að eignast barn. Bæði líkaminn sjálfur og hormónakerfi líkamans verða fyrir miklum breytingum á meðgöngunni sem oft hefur mikil áhrif á líðan kvenna og upplifun þeirra af meðgöngunni. Vellíðan móður á meðgöngu hefur einnig áhrif á hið ófædda barn, þess vegna er mikilvægt að ófrískar konur passi vel upp á heilsu sína alla meðgönguna. Í meðgöngujóga er unnið markvisst með líkamann, styrkleika, liðleika, slökun og öndunaræfingar.

Yoga & Heilsa er með góðan jógabúnað (teppi, blokkir, belti, bólstra og jógastóla) sem er notaður til þess að auka vellíðan og stöðugleika í öllum æfingum.

Ekki er æskilegt að hefja jóga fyrir viku 12, en svo lengi sem þér líður vel getur þú mætt í jóga alveg fram að fæðingunni. Ef þú ert ekki viss um að jóga henti fyrir þig, vegna einhverra kvilla eða vandamála sem tengjast meðgöngunni er mikilvægt að þú ráðfærir þig við ljósmóður eða lækni áður en þú skráir þig.
Kennari: Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur, Mph og jógakennari.

Innifalið:
Tveir fastir tímar á viku.
Lokaður hópur á Facebook.
Handklæði á staðnum.
Aðgangur í fallegt Spa (sauna, heitur pottur, kaldur pottur, æfinga-/flotlaug).
Aðgangur í tækjasal fyrir og eftir tíma.
frír aðgangur í opna tíma.
Athugið mest 12 konur geta verið námskeiðinu í einu vegna sóttvarna. Sýna minna

Yin og pranayama yoganámskeið

 • Dagsetning:
 • Hægt er að vera á biðlista fyrir næsta námskeið – Sendið póst á yogaogheilsa@gmail.com
 • Sendu okkur póst og skráðu þig: yogaogheilsa@gmail.com

Yin yoga og Pranayama námskeið fyrir byrjendur.
Í Yin yoga höldum við stöðunum lengi og teygjum djúpt á bandvef líkamans, við leggjum áherslu á tengja núvitundaræfingar við yogaiðkunina í hverjum tíma. Pranayama (öndunaræfingar) hjálpa okkur enn frekar með slökun og innri ró auk þess sem öndunaræfingar eru góðar fyrir lungun, meltinguna og taugakerfið svo eitthvað sé nefnt.

Námskeiðið fer fram í yogasalnum hjá Yoga&Heilsa en vegna aðstæðna verður hver og einn að koma með sinn búnað sjálfur og ekki verður hægt að nýta sér búningsaðstöðu að svo stöddu.
Æskilegt er að vera með:
Jógadýnu
Bolster/púða sem hægt er að sitja á
Blokkir
Teppi
yogabelti

Yin yoga fyrir byrjendur

 • Dagsetning:
 • Hægt er að vera á biðlista fyrir næsta námskeið – Sendið póst á yogaogheilsa@gmail.com
 • Sendu okkur póst og skráðu þig: yogaogheilsa@gmail.com

Yin yoga og slökun fyrir byrjendur Námskeið.
Námskeiðið er sérstaklega hentugt fyrir þig sem langar til að kynnast Yin yoga og áhrifum þess á líkama og sál. Yin Yoga er afskaplega mild og áhrifarík leið til að vinna með líkamann bæði til að styrkja liði og til að vinna með djúpar teygjur í bandvef líkamans. Yin Yoga stöðurnar eru nær allar á gólfi og er haldið í nokkrar mínútur í senn. Vegna tímans sem varið er í stöðunum getur það bæði verið krefjandi fyrir líkamann og ekki síður hugann, sem vill gjarna vera á ferð og flugi. Hvíld eftir Yin yoga er því oft mjög djúp og slakandi.
innifalið er aðgengi í alla opna tíma í stundaskrá, aðgangur að spa og handklæði fyrir sturturnar á meðan á námskeiði stendur.


HugarRó

 • Dagsetning:
 • Hægt er að vera á biðlista fyrir næsta námskeið – Sendið póst á yogaogheilsa@gmail.com
 • Kennari er Ása Sóley Svavarsdóttir
 • Sendu okkur póst og skráðu þig: yogaogheilsa@gmail.com

Á þessu 4 vikna námskeiði ætlum við að kyrra hugann, róa taugakerfið, mýkja líkamann og auka andlega vellíðan með mjúkum hreyfingum, djúpri öndun og Yoga Nidra hugleiðslu. Námskeiðið hentar vel þeim sem glíma við streitu, kvíða, þreytu, kulnun og vilja efla fókus og andlega heilsu.

Innifalið er aðgangur í alla opna yogatíma, aðgangur í spa og tækjasal og handklæði fyrir sturturnar. Allur yogbúnaður er á staðnum.

*meðlimir í áskrift hjá Yoga&Heilsu frá frítt á þetta námskeið

Allt á hvolfi – námskeið í viðsnúnum jógastöðum

 • Dagsetning:
 • Hægt er að vera á biðlista fyrir næsta námskeið – Sendið póst á yogaogheilsa@gmail.com
 • Kennari er Bríet Birgisdóttir
 • Sendu okkur póst og skráðu þig: yogaogheilsa@gmail.com

Námskeiðið er 4 vikur svo þú getir fundið og séð árangurinn af ástundun þinni. Það tekur tíma að byggja upp styrk, þor og átta sig á stöðu líkamans (alignment) í upp-niðurstöðum.

Á þessu námskeiði notumst við meðal annars við reyndar aðferðir Iyengarstefnunnar til að styrkja grunninn fyrir allar upp-niður stöður. Við notum búnað eins og teppi, blokkir, stóla og belti til að opna líkamann og öðlast skilning á mikilvægum línum (alignment) líkamans og hvernig við þurfum að vinna til að halda þeim þegar allt er komið á hvolf.
Námskeiðið hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum en það er krefjandi og því er gott að hafa ákveðinn grunnstyrk að byggja á. Við þjálfum okkur í að halda stöðum í lengri tíma sem er mikilvægt til þess að upplifa ávinninginn af því að vera í viðsnúnum stöðum.
Bríet hefur lagt stund á bæði YogaWorks og Iyengar kennaranám undanfarin ár (yfir 1000 klst) auk þess að vera aðstoðarkennari í jógakennaranámi YogaWorks á Íslandi.

innifalið aðgengi í alla opna tíma í stundaskrá, aðgangur að spa og handklæði fyrir sturturnar.Frítt fyrir þá sem eru í áskrift hjá Yoga&Heilsu.

Vika 1.
Herðastaða.
Áherslur á að læra hvernig við setjum upp herðastöðu að hætti Iyengarstefnunnar.
Við lærum að halda stöðunni lengur og markmiðið er að halda henni í 6- 10 mínútur við lok námskeiðsins. Lærum einnig fleiri aðferðir sem geta gagnast byrjendum. Herðastaða er svo gerð í hverjum tíma og við lengjum smátt og smátt að vera í henni lengur.

Vika 2.
Handstaða. Við lærum að komast upp í handstöðu og halda stöðunni. Auk þess lærum við nokkrar aðferðir sem henta byrjendum og lengra komnum til að auka liðleika í öxlum og til að þjálfa fría handstöðu.

Vika 3.
Framhandleggstaða (Picha Maurasana) og höfuðstaða. Við lærum nokkrar skemmtilegar aðferðir til þess að komast í og dvelja í þessum stöðum. Auk þess sem við lærum aðferðir sem henta þeim sem ekki geta eða eru ekki tilbúnir fyrir fulla höfuðstöðu.

Vika 4.
Æfum allar stöðurnar og bætum bæði tíma og líkamsstöðu (alignment).Allir tímar byrja með upphitun með áherslu á þau svæði sem unnið er með. Tímunum líkur með góðri slökun/yin.

 • Dagsetning: Dagsetning kemur fljótlega.
 • Hægt er að vera á biðlista fyrir næsta námskeið – Sendið póst á yogaogheilsa@gmail.com
 • Tími: kl.
 • Vikudagar:
 • Verð:
 • Kennari: Bríet Birgisdóttir

Karlayoga

Svefnnámskeið með yoga áherslu

 • Dagsetning: Dagsetning kemur fljótlega.
 • Hægt er að vera á biðlista fyrir næsta námskeið – Sendið póst á yogaogheilsa@gmail.com
 • Tími: kl.
 • Vikudagar:
 • Verð:
 • Kennari: Bríet Birgisdóttir

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem upplifað hafa svefnleysi til lengri tíma. Það byggir á samtölum og fræðslu um svefn og svefnvenjur auk þess sem allir þátttakendur þurfa að fylla út svefndagbók fyrir hvern dag. Hverjum tíma líkur með mýkjandi og róandi jógaæfingum auk öndunaræfinga sem hafa róandi áhrif á taugakerfið.
Námskeiðið stendur yfir í 4 vikur og getur verið talsvert krefjandi. Áður en það hefst hringjum við í alla áhugasama sem hafa skráð sig til að skýra nánar eðli námskeiðsins, kröfur þess og væntanlegs ávinnings.
Frekari upplýsingar fást í síma 7741192.
Bríet er hjúkrunarfræðingur og jógakennari. Hún hefur haldið mörg námskeið fyrir fólk með svefnvanda.

%d bloggers like this:
search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close