Jóna Dögg hefur alltaf elskað hreyfingu en hún hefur stundað ýmsar íþróttir síðan hún var barn. Meðal annars dans, jazzballet, hlaup, sund, hjólreiðar, lyftingar, box og kickbox, en fyrir örfáum árum fór hún að stunda yoga og hóf kennaranám samfara því.
Fyrst lauk hún 200 klst námi hjá Amarayoga í Hafnarfirði vorið 2019. Sama haust fór hún til Barcelona og lauk samtals 75 klst námi í Yoga Trapeze hjá YogaBody og í lok janúar 2020 var hún í 6 vikur hjá Om Shanti Om Yoga Ashram í Rishikesh, Indlandi og lauk þar viðbótar 300 klst námi sem samþykkt er af Yoga Alliance USA.
Einnig er Jóna Dögg með kennarréttindi í yoga nidra en hún lærði hjá Matsyendra í ágúst 2020, og í yin fascial yoga sem hún lærði hjá Betu Lisboa í september 2020. Jóna lauk einnig nýverið 30 klst kennaranámskeiði hjá Lucas Rockwood hjá YogaBody í leiðleika þjálfun (Science of stretching / Flexibility Coach Training).