Ég byrjaði jógaævintýrið mitt fyrir tæplega 15 árum.
Ég á fjölfatlaða og langveika dóttur og fyrstu árin hennar voru gríðarlega erfið bæði líkamlega og andlega. Ég lenti í bakvandamálum og þurfti að leita til læknis og sjúkraþjálfara. Mér var bent á að prófa jóga til að styrkja bakið og hugleiðslu til að hjálpa með þunglyndi og í því að endurbyggja mig eftir erfiða reynslu sem þetta var. Ég byrjaði að stunda jóga og fann strax fyrir breytingu bæði í líkama og sál. Ég iðkaði svo jóga á ýmsum stöðum í gegnum árin og fékk svo löngun að deila með öðrum ástríðu minni og þakklæti gagnvart þessari fallegu hugmyndafræði.
Ég ég útskrifaðist frá Yogabody skólanum með alþjóðlegt kennaranám í lok árs 2021. Kennararnir í Yoga&Heilsu hjálpuðu mér mikið í lok náms og ég fékk tækifæri að byrja að kenna í þeirra fallega stúdíói.
Ég ætla að halda áfram að þróa tæknina mína og deila henni með öðrum. Mig langar líka að þróa áfram pólskumælandi jógahóp sem ég fékk tækifæri að stofna með stuðningi frá Yoga&Heilsu.
Nám: Alþjóðlegt jógakennaranám hjá Yogabody, okt 2020-des 2021