Ég hef stundað yoga frá 2018. Þá nýtti ég mér yogafræðin og mjúka nálgun yogans til að komast aftur af stað í hreyfingu eftir erfið meiðsli. Ég kem úr heimi keppnisíþrótta og hef alltaf haft mikinn áhuga á heilsu, hreyfingu og mannslíkamanum. Ég er með Yoga Nidra kennsluréttindi frá Amrit Yoga Institude og Yin Yoga kennararéttindi frá Karma jógastúdió. Ég er sjúkraþjálfari og hef starfað sem slíkur á einkastofu og með keppnisliðum í íþróttum.

Yoga hefur umfram allt kennt mér að róa hugann og taugakerfið og mæta mér eins og ég er hvern dag. Í dag finnst mér það að styrkjast, liðkast og auka þol vera auka afurð þess að stunda yoga en stóri ávinningurinn vera sá að mæta á dýnuna, sýna mér mildi og ná þeirri hugarró sem fæst með hugleiðslu og öndun.Það hefur nýst mér vel að tvinna saman þekkingu mína sem sjúkraþjálfari og yogakennari og vona ég að sú nálgun skili sér til ykkar í tímunum.