Vellíðan

Styrkur & Slökun

Yoga & Heilsa er hlýleg og persónuleg jógastöð í
Faxafeni 10 í Reykjavík á 2. hæð.

Nýjast

Fréttir & fróðleikur

Fréttir

Hamingjustund & ókeypis hádegistímar

Fyrsta hamingjustundin í nýju húsnæði verður haldin föstudaginn 7. nóvember. Leyfðu þér að stíga út úr amstri dagsins og inn í róandi og endurnærandi stund þar sem þú færð að næra líkama, huga og sál. Hamingjustundin sameinar slökunarjóga, leidda djúpslökun og gong tónbað í flæði sem styður við innri frið og vellíðan. Takmarkaður fjöldi í boði!

Lesa >>
Fréttir

Opið hús laugardaginn 4. október

Opið hús laugardaginn 4. október kl 11.30-13.30. Tækifæri fyrir öll að kíkja á salinn okkar, spjalla við kennara og leggjast svo á dýnuna og slaka á undir handleiðslu Níllu. Við bjóðum upp á te og eitthvað gott að nasla. Allir velkomnir! Hlökkum til að sjá ykkur.

Lesa >>
Fréttir

Nýtt húsnæði – opnum í september

Við erum komnar með nýtt húsnæði! Það er stór og bjartur salur í Faxafeni 10, 2. hæð. Við erum komnar á fullt að mála og setja upp milliveggi en svo byrjum við með námskeið í september. Við hlökkum mikið til að taka á móti ykkur á nýjum stað en áfram með metnaðarfulla kennslu og hlýlegt

Lesa >>

Þjónusta

Hjá okkur færðu...

Við bjóðum upp á ýmiskonar námskeið og þjónustu sem stuðla að betri líðan á sál og líkama.

Fjölbreytt Jóga

Betri líðan

Aukin liðleika

Bættan Styrk

Meiri ró

Aukið jafnvægi​

Námskeið

í stundaskrá

Við bjóðum upp á fjölbreytt námskeið í stundaskrá. Hægt er að lesa nánar um þau hér fyrir neðan. 

Kjarnajóga

Námskeið m.a. fyrir þau sem glíma við stífleika í liðum og vilja auka styrk og liðleika. Námskeiðið hentar einnig vel fyrir þau sem vilja ná tökum á streitu í gegnum einstaklingsmiðaða hreyfingu. Við liðkum og styrkjum líkamann í gegnum jógastöður, fjölbreyttar styrktaræfingar og djúpar jógateygjur með styðjandi öndunaræfingum. Með því að læra meðvitaða líkamsbeitingu og

Nánar »

Með mýkt & mildi

Á námskeiðinu vinnum við með streitu, verki og þreytu í gegnum slökunarjóga (yin og restorative) og djúpslökun eða yoga nidra, sem er í raun liggjandi leidd hugleiðsla.

Nánar »
Umsagnir

Iðkendur

Við leggjum mikla áherslu á að fólki líði vel hjá okkur og fái gagn af þjónustunni okkar. 

Yogakennarar

Kennararnir okkar

Nílla (Nílsína) Larsen Einarsdóttir

Nílsína sem er ávallt kölluð Nílla, er að hefja sín fyrstu skref við jógakennslu eftir að hafa verið að læra jógafræði síðustu tvö ár. Nílla er með menntun í Hatha jóga frá Jógasetrinu hjá Auði Bjarnadóttur, Yin jóga og Restorative jóga frá Karma jógastúdíó hjá Guðrúnu Reynisdóttur, Nidra og jógaþerapíu frá Amrit Yoga Institute hjá

Nánar »

Margrét Ósk Einarsdóttir

Margrét Ósk hefur kennt yoga síðan árið 2016. Hún lærði SmartFLOW yoga (550 RYT) í Kaliforníu. SmartFLOW yoga leggur áherslu á nákvæmni í kennslu og á góðar leiðbeiningar og lagfæringar í jógastöðum. Hún kennir líka YinYoga, Yoga Nidra, börnum og unglingum jóga og núvitund í skólanum þar sem hún er grunnskólakennari. Reynsla hennar er sú

Nánar »

Opnir tímar

í stundaskrá

Við bjóðum upp á fjölbreytta fasta tíma í stundaskrá. Hægt er að lesa nánar um þá alla hér fyrir neðan. 

Um okkur

Aðstaðan

Við búum svo vel að hafa stóran og bjartan sal með fallegu útsýni yfir Esjuna. Þar höfum við fullkominn jógabúnað til þess að kenna yoga fyrir fólk á öllum getustigum. Allt til að gera þína upplifun sem besta.

Einnig höfum við góða búningsaðstöðu með skápum sem hægt er að læsa ásamt sturtum og sauna. 

Frammi er svo hugguleg setustofa þar sem hægt er að gæða sér á góðu tei eftir yogatíma og spjalla.

Hjá Yoga&Heilsu er áhersla lögð á jákvæða líkamsvitund í hlýlegu umhverfi þar sem hver einstaklingur skiptir máli.

Meðferðarherbergi til leigu

Þetta notalega herbergi er laust til leigu. Hingað til hefur það verið rekið sem nuddaðstaða en það getur nýst fyrir hvað sem er sem tengist heilsueflingu og vellíðan. Herbergið er 10 fm og því getur fylgt stóll, hillur og borð ef áhugi er fyrir hendi (sjá mynd). Einnig er möguleiki að fá herbergið leigt án húsgagnanna. Aðstaðan gæti nýst 1-3 meðferðaraðilum og þurfa þeir ekki að bjóða upp á sömu þjónustu en okkur þykir þó mikilvægt að þjónustan flokkist undir velferð í anda stöðvarinnar. Áhugasamir hafið samband hér á síðunni okkar. Við tökum vel á móti öllum fyrirspurnum.
medferdarherbergi-aboutus2
Við tökum vel á móti þér

Hér erum við
til húsa

Ekki hika við að kíkja við ef þig langar að skoða aðstöðuna hjá okkur. 

Sendu okkur skilaboð

Við tökum vel á móti öllum fyrispurnum. Sendu okkur línu ef einhverjar spurningar vakna. 

Fréttabréf

Skráðu þig hér til að fá sendar nýjustu fréttir og tilkynningar.