
Á aðventunni tendrum við ljós
Ljósin á aðventunni eru kærkomin á dimmasta tíma ársins hér á norðurhveli jarðar. Kertaljós og seríur hvert sem augað lítur og fjölgar eftir því sem líður á mánuðinn. Útiljós og inniljós í alls konar litum, blika í myrkrinu og jafnvel líka um miðjan daginn þegar sólin skríður upp yfir húsþök og fjöll. Tilfinningar sem ljósin







