fbpx

Ásta Þórarinsdóttir

Yogakennari og eigandi

Ásta hefur lokið jógakennaranámi hjá YogaWorks 200 RYT, 50 tíma yin yogakennaranámi hjá YogaWise, 50 tíma yin yogakennaranámi hjá Bernie Clark og Diana Batts og 50 tíma yin yogakennaranámi hjá Beta Lisboa. Hún hefur einnig lokið yogakennaranámi fyrir meðgöngujóga og eftirmeðgöngujóga og tekið fjölda námskeiða um jóga og kvenheilsu. Hún hefur einnig tekið fjölda námskeiða í anatómíu og hreyfingu m.a. hjá Tom Myers.

Ásta hefur glímt við bakverki allt frá því hún var unglingur og þekkir vel fylgifiska þess. Í yoga hjá góðum kennurum fann hún heilsurækt sem sameinar styrktaræfingar, liðleika og slökun og segir að jöfn ástundun sé lykilatriði til að halda líkama og sál í góðu formi.

Ásta er ein af eigendum Yoga&Heilsu og er stöðugt að viða að sér meiri þekkingu á yoga og hefur tekið þátt í vinnustofum, námskeiðum og fjarnámi auk þess að vera stöðugt að lesa sér til og kynna sér hvað aðrir yogakennarar eru að gera.

🌿 „Yoga er nærandi bæði fyrir líkama og huga og ég er í miklu betri tengslum við mína líðan þegar ég stunda yoga.“
🌿 „Ég kenni hatha yoga og yin yoga.“
🌿 „Uppáhalds stöðurnar mínar eru jafnvægisstöður, vegna þess að þær eru lúmskt erfiðar og þú veist aldrei hvernig til tekst í hvert og eitt skipti. Jafnvægi er háð svo mörgum þáttum líkama og huga að þarf ekki nema að eitthvað eitt sé ekki ´í stuði´ – og þá ertu búin að missa jafnvægið.“
🌿 „Ég hef gaman að allri ræktun, sérstaklega þegar ég sé árangurinn fljótt eins og í matjurtarækt og þegar ég afla mér fróðleiks sem ég næ að miðla strax áfram. Fjölskyldan, vinir og ég sjálf rækta sig auðvitað á eigin hraða og forsendum en stöðnun er ekkert skemmtileg.“