Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem vilja læra meira og dýpka iðkun sína. Á námskeiðinu lærum við að tengja saman huga og líkama. Iðkendur öðlast meiri öryggi til að mæta í opna tíma og læra að nýta fjölbreytta tækni í iðkun sinni.
Farið er yfir grunnundirstöður í jóga, hvernig hægt er að aðlaga sig inn í stöðurnar sem hentar hverjum og einum líkama. Iðkendur læra um hjálpartæki (props) og þá möguleika sem þau bjóða uppá í stöðunum.
Einnig er farið er yfir öndunaræfingar (prana), kennt að nýta sér öndun í gegnum æfingarnar (asanas).
Einnig er farið í einfaldar hugleiðsluæfingar og slökun.