fbpx

Opnir tímar

Yoga 1

Yoga 1 eru tímar sem henta vel þeim sem eru að byrja í yoga og þeim sem hafa iðkað yoga í einhvern tíma. Unnið er með styrk og liðleika í standandi yogastöðum og niðri á dýnunni. Hver og einn fer á sínum hraða og gerir eins og líkaminn leyfir.




Yoga Flæði

Í yogaflæði, vinyasa, tengjum við saman hreyfingu og öndun. Við vinnum í flæði með andardrættinum og hreyfum okkur mikið. Tímarnir geta verið kröftugir en þeir geta líka verið mjúkir. Unnið er mikið út frá sólarhyllingum, við finnum jafnvægi á milli styrks og liðleika og endum hvern tíma á góðri slökun.
Yogaflæði í hádeginu á þriðjudögum eru rólegri tímar og henta þeim sem vilja fara hægar og vera aðeins mýkri. Á fimmtudögum erum við aðeins kröftugri og byggjum upp hita í líkamanum í takt við andardráttinn.

Bandvefsyoga

Djúpnærandi yoga og bandvefs nudd. Unnið er með stoðkerfið, sogaæða og taugakerfið. Förum í yin djúpteygjur, gerum góðar öndunaræfingar og slökun fyrir taugakerfið. Notum bolta sem hjálpa til við að losa um stífan bandvef og auka blóðflæði og liðleika og almenna vellíðan. Lílkamsvitund eykst og þú nærð betur að slaka á í líkamanum.

Yin Yoga

Yin eru Rólegir tímar þar sem unnið er með hefðbundnar yogastöður, sitjandi, liggjandi eða á hnjánum, og þeim haldið í 2-5 mínútur. Líkaminn fær tíma til að mýkjast upp og slakna og gefa eftir inn í stöðurnar. Bandvefur og vöðvar mýkjast og uppsöfnuð spenna líður úr líkamanum. Í Yin & Restorative tímunum blöndum við inn restorative stöðum með Yin yoga. Restorative/endurheimt eru stöður sem byggja á studdri hvíld og hugleiðslu.

Yoga Nidra

Yoga Nidra er aldagömul hugleiðsluaðferð, kölluð svefnhugleiðsla. Yoga Nidra leiðir þig niður í mjög djúpa slökun á milli svefns og vöku, þar sem hugurinn og líkaminn er laus við stress, álag og áreiti. Þegar hugurinn fær hvíld fær líkaminn tækifæri til að heila sig sjálfur og iðkandinnn kemur endurnærður til baka. Það er sagt að 40 mínútur af Yoga Nidra sé álíka endurnærandi fyrir huga og líkama og 3 tímar svefn.
Djúpslökun

Styrkur og slökun

Yogatími þar sem er farið hægar yfir og unnið dýpra með æfingar og yogastöður sem styrkja og liðka líkamann. Verjum svo góðum tíma í slökun og eftirgjöf í lok hvers tíma.