Search
Close this search box.

Með mýkt & mildi

Námskeið

Helstu upplýsingar:

Þriðjudaga

14. maí - 4. júní 2024

KL. 15:30 – 16:30

Kennarar: Nílla

Verð: 21.900 kr

Með öllum námskeiðum fylgir ókeypis aðgangur að opnum tímum

Deila:

Með mýkt & mildi - 4 vikna námskeið

Á námskeiðinu vinnum við með streitu, verki og þreytu í gegnum slökunarjóga (yin og restorative) og djúpslökun eða yoga nidra, sem er í raun liggjandi leidd hugleiðsla.

Að iðka slökunarjóga getur:

✅losað um streitu í taugakerfinu
✅losað spennu í bandvef líkamans
✅eflt varnir okkar gagnvart álagi

Allar stöðurnar eru gerðar með stuðningsáhöldum eins og kubbum, teppum og púðum. Þannig náum við að liggja lengur í stöðunum og slaka vel á líkamanum.

Markmið námskeiðsins er að skapa aukið rými í lífinu fyrir þakklæti, mýkt og mildi í eigin garð og hlúa að huga og líkama. Ásamt því að tengjast líkamanum og efla líkamsvitund okkar, hægja á, njóta líðandi stundar og auðvelda okkur að takast á við álag og áreiti sem við verðum fyrir dagsdaglega.

Á meðan á námskeiðinu stendur fá þátttakendur aðgang að öllum opnum tímum á stundaskrá Yoga&Heilsa. Þess utan fá þátttakendur persónulegt og einstaklingsmiðað utanumhald, reglulega tölvupósta með upplýsingum, hvatningu og stuðningsefni til að vinna með yfir þær vikur sem námskeiðið stendur. Þátttakendur hafa greiðan aðgang að kennara með spurningar og frekari stuðning ásamt tillögum að æfingum til að iðka heimafyrir.

Önnur námskeið

Yoga Nidra

Námskeiðið hentar vel þeim sem eru að prófa yoga nidra í fyrsta skipti en einnig þeim sem vilja dýpka skilning sinn á því sem nidratæknin felur í sér og komast þar með í enn dýpra yoga nidra hugleiðsluástand. Hver tími er samsettur úr stuttri fræðslu- og verkefnavinnu ásamt 50-60 mín. langri jóga nidra hugleiðslu. Yoga

Lesa »

Jóga fyrir golfara

Yoga fyrir golfara er námskeið fyrir alla sem ætla að spila golf næsta sumar og vilja liðka og styrkja sig til að undirbúa ánægjulegan leik. Bak, mjaðmir, axlir og handleggir eru í forgrunni á námskeiðinu en einnig verður farið í öndun, hugleiðslu og slökun. Eftir námskeiðið ættu öll að vera betur undirbúinn með upphitunaræfingar, teygjur og hreyfingar fyrir og á meðan á golfæfingu-/leik stendur. Námskeiðið hentar einnig vel fyrir þá sem stunda aðrar íþróttir t.d. tennis og badminton.

Lesa »

Bandvefslosun / Fascia yoga

Unnið er með stoðkerfið, sogæða- og taugakerfið. Gerum yin yoga stöður og notum bolta – allt til þess að mýkja upp bandvefinn, auka blóðflæði, liðleika og bæta almenna líðan. Notum öndun til þess að komast betur inn í stöður og nær rótum vandans sem liggur oft djúpt og við notum slökun til að gefa líkama

Lesa »
- Engar fleiri fréttir -

Discover more from Yoga & Heilsa

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading