Á þessu námskeiði ætlum við að kyrra hugann, róa taugakerfið, mýkja líkamann og auka andlega vellíðan. Markmið námskeiðsins er að hlúa að okkur sjálfum í mýkt, að auka vellíðan með því að hreyfa líkamann með mjúkum teygjum og hreyfingum, að kyrra hugann með öndunaræfingum, að endurnæra líkamann og taugakerfið með yoga nidra hugleiðslu og djúpslökun og að taka skref í átt að betri heilsu. HugarRó hentar einstaklega vel þeim sem eru að jafna sig eftir veikindi og þeim sem glíma við mikla streitu, kvíða, kulnun og vilja styrkja fókus, andlega og líkamlega heilsu.

Yoga – Grunnur
Yoga Grunnur lokað námskeið fyrir þau sem eru að taka sín fyrstu skref í yoga og þau sem hafa iðkað jóga í einhvern tíma en vilja styrkja grunninn.