Yoga fyrir golfara er námskeið fyrir alla sem ætla að spila golf næsta sumar og vilja liðka og styrkja sig til að undirbúa ánægjulegan leik. Axlir, mjaðmir og handleggir eru í forgrunni á námskeiðinu en einnig verður farið yfir alla helstu liði líkamans, öndun og slökun. Eftir námskeiðið ætti hver og einn að vera betur undirbúinn með upphitunaræfingar, teygjur og hreyfingar fyrir og á meðan á golfæfingu-/leik stendur.

HugarRó – Í átt að betri heilsu
Námskeiðið HugarRó snýst um að kyrra hugann, róa taugakerfið, mýkja líkamann og auka andlega vellíðan.