
HugarRó – Í átt að betri heilsu
Námskeiðið HugarRó snýst um að kyrra hugann, róa taugakerfið, mýkja líkamann og auka andlega vellíðan.
Yoga & Heilsa er hlýleg og persónuleg yogastöð að Síðumúla 15 í Reykjavík á 3. hæð.
Námskeiðið HugarRó snýst um að kyrra hugann, róa taugakerfið, mýkja líkamann og auka andlega vellíðan.
Yoga Grunnur lokað námskeið fyrir þau sem eru að taka sín fyrstu skref í yoga og þau sem hafa iðkað jóga í einhvern tíma en vilja styrkja grunninn.
Unnið er með stoðkerfið, sogæða- og taugakerfið. Gerum yin yoga stöður og notum bolta – allt til þess að mýkja upp bandvefinn, auka blóðflæði, liðleika og bæta almenna líðan. Notum öndun til þess að komast betur inn í stöður og nær rótum vandans sem liggur oft djúpt og við notum slökun til að gefa líkama
Við bjóðum upp á ýmiskonar námskeið og þjónustu sem stuðla að betri líðan á sál og líkama.
Við búum svo vel að hafa stóran og bjartan sal með fallegu útsýni yfir Esjuna. Þar höfum við fullkominn yogabúnað til þess að kenna yoga fyrir fólk á öllum getustigum. Allt til að gera þína upplifun sem besta.
Einnig höfum við góða búningsaðstöðu með skápum sem hægt er að læsa ásamt sturtum og sauna.
Frammi er svo hugguleg setustofa þar sem hægt er að gæða sér á góðu tei eftir yogatíma og spjalla.
Hjá Yoga&Heilsu er áhersla lögð á jákvæða líkamsvitund í hlýlegu umhverfi þar sem hver einstaklingur skiptir máli.
Við leggjum mikla áherslu á að fólki líði vel hjá okkur og fái gagn af þjónustunni okkar.
Við bjóðum upp á fjölbreytta fasta tíma í stundaskrá. Hægt er að lesa nánar um þá alla hér fyrir neðan.
Í þessum tímum er áhersla á að losa um spennu í líkamanum með yin-stöðum og nuddboltum. Boltarnir geta hjálpað við að losa um stífan bandvef og auka blóðflæði og almenna vellíðan. Auk þess að nota yin djúpteygjur og bolta eru góðar öndunaræfingar og slökun sem virkar vel fyrir sogæða- og taugakerfið. Tímarnir henta byrjendum sem
Byrjað á mjúkum yin-stöðum í 15-20 mínútur og svo tekur Yoga Nidra við. Yoga Nidra er aldagömul hugleiðsluaðferð, kölluð svefnhugleiðsla. Yoga Nidra leiðir þig niður í mjög djúpa slökun á milli svefns og vöku þar sem hugurinn og líkaminn er laus við stress, álag og áreiti. Þegar hugurinn fær hvíld fær líkaminn tækifæri til að
Í tímunum blöndum við saman Yin yoga og Restorative yoga. Í Restorative yoga er líkamanum komið fyrir í jógastöðum með góðum stuðningi þannig að lítil sem engin áreynsla er á liði eða vöðva í stöðunni. Þá er unnið enn betur með að fá kyrrð í hugann og ró í taugakerfið. Tímarnir henta byrjendum sem lengra
„Yoga hefur gefið mér svo margt bæði andlega og líkamlega og ég er endalaust þakklát fyrir að fá að deila yogaástríðunni minni með öðrum á hverjum degi.”
Ég fór í fyrsta jógatímann minn árið 1991 þá 12 ára gömul með mömmu minni og heillaðist strax af hugmyndafræðinni og þeim innri frið sem ég fékk út úr iðkuninni. Ég hef stundað jóga, með hléum inn á milli, í rúmlega 30 ár en var ekki tilbúinn fyrr en veturinn 2020 til að fá mér
Ég hef stundað yoga frá 2018. Þá nýtti ég mér yogafræðin og mjúka nálgun yogans til að komast aftur af stað í hreyfingu eftir erfið meiðsli. Ég kem úr heimi keppnisíþrótta og hef alltaf haft mikinn áhuga á heilsu, hreyfingu og mannslíkamanum. Ég er með Yoga Nidra kennsluréttindi frá Amrit Yoga Institude og Yin Yoga
Ekki hika við að kíkja við ef þig langar að skoða aðstöðuna hjá okkur.
Við tökum vel á móti öllum fyrispurnum. Sendu okkur línu ef einhverjar spurningar vakna.
Við hjá Yoga & Heilsu höfum endalausa ástríðu fyrir að kenna yoga og leggjum mikinn metnað í kennsluna okkar. Við viljum sjá nemendur okkar vaxa og dafna á sinni yogavegferð og leggjum metnað í að veita sem besta kennslu svo yoganemandinn sjái sjálfan sig stöðugt vera öðlast andlegan og líkamlegan styrk.
Namaste
Skráðu þig hér til að fá sendar nýjustu fréttir og tilkynningar.
YOGA & HEILSA - SÍÐUMÚLA 15, 108 REYKJAVÍK - KT: 510221-0790 BANKI: 0133-26-002278 SÍMI: 862 4251 / 770 2226 ❤ YOGA@YOGAOGHEILSA.IS / © 2023 ALLUR RÉTTUR ÁSKILIN