Unnið er með stoðkerfið, sogæða- og taugakerfið. Gerum yin yoga stöður og notum bolta – allt til þess að mýkja upp bandvefinn, auka blóðflæði, liðleika og bæta almenna líðan. Notum öndun til þess að komast betur inn í stöður og nær rótum vandans sem liggur oft djúpt og við notum slökun til að gefa líkama og huga tækifæri til að vinna í kyrrðinni. Hjá Yoga&Heilsa er áhersla lögð á jákvæða líkamsvitund í hlýlegu umhverfi þar sem hver einstaklingur skiptir máli.

HugarRó – Í átt að betri heilsu
Námskeiðið HugarRó snýst um að kyrra hugann, róa taugakerfið, mýkja líkamann og auka andlega vellíðan.