Námskeið & viðburðir

Kjarnajóga

Námskeið m.a. fyrir þau sem glíma við stífleika í liðum og vilja auka styrk og liðleika. Námskeiðið hentar einnig vel fyrir þau sem vilja ná tökum á streitu í gegnum einstaklingsmiðaða hreyfingu. Við liðkum og styrkjum líkamann í gegnum jógastöður, fjölbreyttar styrktaræfingar og djúpar jógateygjur með styðjandi öndunaræfingum. Með því að læra meðvitaða líkamsbeitingu og

Nánar »

Með mýkt & mildi

Á námskeiðinu vinnum við með streitu, verki og þreytu í gegnum slökunarjóga (yin og restorative) og djúpslökun eða yoga nidra, sem er í raun liggjandi leidd hugleiðsla.

Nánar »

Yoga – Grunnur

Námskeiðið hentar bæði byrjendum í jóga og þeim sem vilja læra meira og dýpka iðkun sína. Farið er yfir grunnundirstöður í jóga og hvernig hægt er að aðlaga stöðurnar þannig að henti hverjum og einum. Aukum styrk, liðleika og lærum að kyrra hugann. Allir tímar enda á slökun.

Hjá Yoga&Heilsu er áhersla lögð á jákvæða líkamsvitund í hlýlegu umhverfi þar sem hver einstaklingur skiptir máli.

Nánar »