HugarRó – Í átt að betri heilsu

Námskeið

Helstu upplýsingar:

Þriðjudaga

2. desember 2025 - 20. janúar 2026

KL. 13:30 – 14:30

Kennari: Kristín Steindórs

Verð: 26.900 kr

Deila:

HugarRó - Í átt að betri heilsu - 6 vikna námskeið

Á þessu námskeiði ætlum við að kyrra hugann, róa taugakerfið, mýkja líkamann og auka andlega vellíðan. Markmið námskeiðsins er að hlúa að okkur sjálfum í mýkt, að auka vellíðan með því að hreyfa líkamann með mjúkum teygjum og hreyfingum, að kyrra hugann með öndunaræfingum, að endurnæra líkamann og taugakerfið með yoga nidra hugleiðslu og djúpslökun og að taka skref í átt að betri heilsu. HugarRó hentar einstaklega vel þeim sem eru að jafna sig eftir veikindi og þeim sem glíma við mikla streitu, kvíða, kulnun og vilja styrkja fókus, andlega og líkamlega heilsu.

Hjá Yoga&Heilsa er áhersla lögð á jákvæða líkamsvitund í hlýlegu umhverfi þar sem hver einstaklingur skiptir máli.

Önnur námskeið

Kjarnajóga

Námskeið m.a. fyrir þau sem glíma við stífleika í liðum og vilja auka styrk og liðleika. Námskeiðið hentar einnig vel fyrir þau sem vilja ná tökum á streitu í gegnum einstaklingsmiðaða hreyfingu. Við liðkum og styrkjum líkamann í gegnum jógastöður, fjölbreyttar styrktaræfingar og djúpar jógateygjur með styðjandi öndunaræfingum. Með því að læra meðvitaða líkamsbeitingu og

Lesa »

Með mýkt & mildi

Á námskeiðinu vinnum við með streitu, verki og þreytu í gegnum slökunarjóga (yin og restorative) og djúpslökun eða yoga nidra, sem er í raun liggjandi leidd hugleiðsla.

Lesa »

Yoga – Grunnur

Námskeiðið hentar bæði byrjendum í jóga og þeim sem vilja læra meira og dýpka iðkun sína. Farið er yfir grunnundirstöður í jóga og hvernig hægt er að aðlaga stöðurnar þannig að henti hverjum og einum. Aukum styrk, liðleika og lærum að kyrra hugann. Allir tímar enda á slökun.

Hjá Yoga&Heilsu er áhersla lögð á jákvæða líkamsvitund í hlýlegu umhverfi þar sem hver einstaklingur skiptir máli.

Lesa »