Jógaretrít á Krít

Jógaferð

Helstu upplýsingar:

Dagsetning: 13.-20. júní 2026

Hámarksfjöldi í ferðinni er 12 manns

Kennarar eru: Ásta Þórarinsdóttir & Nílsína Larsen

Staðfestingargjald er 40.000 kr

Deila:

Staðurinn

Chora Sfakion er lítið og sjarmerandi sjávarþorp á suðurhluta Krítar og húsið (Yoga on Crete, https://www.yogaoncrete.gr/) er staðsett í hlíð með stórfenglegu útsýni yfir fjöllin og hafið. Þú getur notið þess að ganga um hlíðarnar, slaka á á ströndinni, fara í bátsferðir eða notið útsýnisins frá húsinu. Dásamleg náttúrufegurð, einfaldleiki og hlýja umvefur staðinn.

Hitinn er fullkominn, hlýtt á daginn og svalara á kvöldin.

Hvernig jóga og fyrir hverja

Jógað í ferðinni hentar byrjendum sem lengra komnum, konum og körlum. Fyrri jógatími dagsins er Hatha-jóga sem á vesturlöndum er algengasta jógaformið og þar leggjum við áherslu á að fara vandlega í stöður sem styrkja og liðka okkur og lærum hvernig best er að nota jógabúnað til að styðja við líkama hvers og eins til að njóta iðkunar jóga. Seinni jógatími dagsins er Yin-jóga, Restorative-jóga og/eða yoga nidra sem eru liggjandi og sitjandi stöður sem mýkja upp bandvefinn og losa um stíflur og stirðleika.

Önnur námskeið

Kjarnajóga

Námskeið m.a. fyrir þau sem glíma við stífleika í liðum og vilja auka styrk og liðleika. Námskeiðið hentar einnig vel fyrir þau sem vilja ná tökum á streitu í gegnum einstaklingsmiðaða hreyfingu. Við liðkum og styrkjum líkamann í gegnum jógastöður, fjölbreyttar styrktaræfingar og djúpar jógateygjur með styðjandi öndunaræfingum. Með því að læra meðvitaða líkamsbeitingu og

Lesa »

Með mýkt & mildi

Á námskeiðinu vinnum við með streitu, verki og þreytu í gegnum slökunarjóga (yin og restorative) og djúpslökun eða yoga nidra, sem er í raun liggjandi leidd hugleiðsla.

Lesa »
- Engar fleiri fréttir -