Með mýkt & mildi

Námskeið

Helstu upplýsingar:

Fimmtudaga

20. nóvember - 18. desember 2025

KL. 20:00 - 21:00

Kennarar: Nílla

Verð: 24.900 kr

Deila:

Með mýkt & mildi - 5 vikna námskeið

Á námskeiðinu vinnum við með streitu, verki og þreytu í gegnum slökunarjóga (yin og restorative) og djúpslökun eða yoga nidra, sem er í raun liggjandi leidd hugleiðsla.

Að iðka slökunarjóga getur:

Losað um streitu í taugakerfinu
Losað spennu í bandvef líkamans
Eflt varnir okkar gagnvart álagi

Allar stöðurnar eru gerðar með stuðningsáhöldum eins og kubbum, teppum og púðum. Þannig náum við að liggja lengur í stöðunum og slaka vel á líkamanum.

Markmið námskeiðsins er að skapa aukið rými í lífinu fyrir þakklæti, mýkt og mildi í eigin garð og hlúa að huga og líkama. Ásamt því að tengjast líkamanum og efla líkamsvitund okkar, hægja á, njóta líðandi stundar og auðvelda okkur að takast á við álag og áreiti sem við verðum fyrir dagsdaglega.

Á meðan á námskeiðinu stendur fá þátttakendur aðgang að öllum opnum tímum á stundaskrá Yoga&Heilsa. Þess utan fá þátttakendur persónulegt og einstaklingsmiðað utanumhald, reglulega tölvupósta með upplýsingum, hvatningu og stuðningsefni til að vinna með yfir þær vikur sem námskeiðið stendur. Þátttakendur hafa greiðan aðgang að kennara með spurningar og frekari stuðning ásamt tillögum að æfingum til að iðka heimafyrir.

Önnur námskeið

Kjarnajóga

Námskeið m.a. fyrir þau sem glíma við stífleika í liðum og vilja auka styrk og liðleika. Námskeiðið hentar einnig vel fyrir þau sem vilja ná tökum á streitu í gegnum einstaklingsmiðaða hreyfingu. Við liðkum og styrkjum líkamann í gegnum jógastöður, fjölbreyttar styrktaræfingar og djúpar jógateygjur með styðjandi öndunaræfingum. Með því að læra meðvitaða líkamsbeitingu og

Lesa »

Yoga – Grunnur

Námskeiðið hentar bæði byrjendum í jóga og þeim sem vilja læra meira og dýpka iðkun sína. Farið er yfir grunnundirstöður í jóga og hvernig hægt er að aðlaga stöðurnar þannig að henti hverjum og einum. Aukum styrk, liðleika og lærum að kyrra hugann. Allir tímar enda á slökun.

Hjá Yoga&Heilsu er áhersla lögð á jákvæða líkamsvitund í hlýlegu umhverfi þar sem hver einstaklingur skiptir máli.

Lesa »