
Hamingjustund & ókeypis hádegistímar
Fyrsta hamingjustundin í nýju húsnæði verður haldin föstudaginn 7. nóvember. Leyfðu þér að stíga út úr amstri dagsins og inn í róandi og endurnærandi stund þar sem þú færð að næra líkama, huga og sál. Hamingjustundin sameinar slökunarjóga, leidda djúpslökun og gong tónbað í flæði sem styður við innri frið og vellíðan. Takmarkaður fjöldi í boði!







