fbpx

Þegar sólin stendur kyrr og Shiva dansar

Þann 21. júní ár hvert er alþjóðlegum degi yoga og sumarsólstöðum fagnað. Það þykir víst ekki vera nein tilviljun að þessir dagar falli saman þar sem talið er að guðinn Shiva hafi fyrir 15000 árum á þessum degi brugðið sér í gerfi Adiyogi og stigið dans.

Þegar sólin stóð kyrr, hvorki hækkaði né lækkaði á lofti hóf Adiyogi mikilfenglegan dans til heiðurs sólinni. Adiyogi  er talinn marka upphaf yoga og lærisveinar vildu ólmir læra af honum hinn magnaða dans – en Shiva hló og sagði að það tæki þá milljónir ára að læra hann.  

Sumarsólstöður og dagur yoga eru góður tími til að minna sig á að staldra við, dvelja í kyrrðinni, hlusta og vera. Þannig getum við haldið áfram að dansa dans Adiyoga og fagna bæði yoga og dásamlegu sólinni.

Það er viðeigandi að gera sólarhyllingar á þessum degi og margir vilja meina að við ættum að gera alls 108 sólarhyllingar. 108 er af mörgum talin vera heilög tala.

Sagt er að guðinn Shiva og Buddha hafi gengist undir 108 nöfnum. Það eru 108 perlur á bænabandi kaþólikka og í „Mölu“ Tíbeta. Talan 108 birtist í mörgum helgum ritum þar á meðal eru 108 Upanishads og 108 Töntrur (fornir indverskir trúartextar á Sanskrít), í Ayrveda eru 108 lykilpunktar á líkamanum.

Prófaðu að gera nokkrar (eða allar 108) sólarhyllingar þar sem þú tengir öndun og hreyfingu saman. Sólarhyllingar eru taldar vera leið til þess að stunda hugleiðslu á meðan þú ert á hreyfingu. Sólarhyllingar er góð leið til að halda mýkt, styrk og liðleika í líkamanum. Þær eru einfaldar og er hægt að aðlaga að getu hvers og eins.

 

 

(mynd fengin að láni hjá https://www.healthline.com/health/fitness/sun-salutation-sequence#sun-salutation-a)

Deila: