Yoga Nidra er aldagömul hugleiðsluaðferð, kölluð svefnhugleiðsla. Yoga Nidra leiðir þig niður í mjög djúpa slökun á milli svefns og vöku, þar sem hugurinn og líkaminn er laus við stress, álag og áreiti. Þegar hugurinn fær hvíld fær líkaminn tækifæri til að heila sig sjálfur og iðkandinnn kemur endurnærður til baka. Það er sagt að 30-40 mínútur af Yoga Nidra sé álíka endurnærandi fyrir huga og líkama og 3 tíma svefn. Yoga Nidra er mjög kröftugt verkfæri sem getur hjálpað þér að vinna með svefn, streitu, kvíða, þunglyndi og orkuleysi.
Þú getur komið í leidda Yoga Nidra hjá okkur alla mánudaga kl 12:00 og föstudaga kl 17:15. Tímarnir byrja á mjúkum yin stöðum og enda á yoga nidra.
Ég fór fyrir nokkrum árum, löngu áður en Yoga&Heilsa varð til, í hlaðvarp Hugarafls og spjallaði um yoga nidra og hvað það getur gert fyrir okkur.
Þú getur hlustað á það hér.
https://soundcloud.com/kjarninn/klikki-yoga-nidra-vital-vi-asu-soley-svavarsdottur
Ég mæli með að gera Yoga Nidra 4-6 sinnum í viku. Það eina sem þú þarft að gera er að leggjast niður og láta fara vel um þig og hlusta. Þú getur gert þetta hvenær sem er yfir daginn. Því oftar sem gefum okkur tíma til að hlusta á Yoga Nidra, því kröftugra verður það og fer að hjálpa okkur meira og meira.
Ég er búin að taka upp 11 leiddar Yoga Nidra hugleiðsur á íslensku sem ég setti inn á https://www.patreon.com/hugarro
Þú getur skráð þig í áskrift á síðunni og hlustað á hugleiðslurnar eins oft og mikið og þú vilt.
Mundu að gefa þér meiri tíma til að bara vera en ekki bara á fullu að gera.
Knús,
Ása Sóley