Margrét Ósk hefur kennt yoga síðan árið 2016. Hún lærði SmartFLOW yoga (550 RYT) í Kaliforníu. SmartFLOW yoga leggur áherslu á nákvæmni í kennslu og á góðar leiðbeiningar og lagfæringar í jógastöðum.
Hún kennir líka YinYoga, Yoga Nidra, börnum og unglingum jóga og núvitund í skólanum þar sem hún er grunnskólakennari.
Reynsla hennar er sú að jógiðkun manns þróast eftir því sem maður fer í gegnum lífið og hún reynir að hitta nemendur sína þar sem þeir eru staddir.