Margrét Ósk Einarsdóttir

Yogakennari

Margrét Ósk hefur kennt yoga síðan árið 2016. Hún lærði SmartFLOW yoga (550 RYT) í Kaliforníu. SmartFLOW yoga leggur áherslu á nákvæmni í kennslu og á góðar leiðbeiningar og lagfæringar í jógastöðum.

Hún kennir líka YinYoga, Yoga Nidra, börnum og unglingum jóga og núvitund í skólanum þar sem hún er grunnskólakennari.
Reynsla hennar er sú að jógiðkun manns þróast eftir því sem maður fer í gegnum lífið og hún reynir að hitta nemendur sína þar sem þeir eru staddir.

 

Margrét Ósk hefur mikla ástríðu fyrir útiveru, fjöllum og gönguferðum en líka mikla ást fyrir jóga. „Jóga og gönguferðir eiga svo margt sameiginlegt og það er líklega ástæðan fyrir því að ég hef ást á þeim báðum. Hvort tveggja snýst um einfaldlega að vera í núvitund“. Margrét Ósk kennir Yoga 1 & 2 á mánudögum kl 18:30.