Kristín er menntaður næringarþerapisti og Rebalancing nuddþerapisti sem hefur áralanga reynslu af jógakennslu. Hún hefur fjölbreyttan bakgrunn bæði i jóganámi og kennslu þar sem hún hefur kennt öllum aldri, allt frá eldri borgurum til leikskólabarna og þ.a.m séð um að kenna unglingum jóga sem valgrein í grunnskólum Akureyrar.
Hún kynntist jóga þegar hún var við nám í Næringarþerapíu i Kaupmannahöfn og fór i sitt fyrsta kennaranám á Íslandi árið 2012.
Kristin hefur verið dugleg að bæta við sig þekkingu og kynnast hinum ýmsu leiðum sem jôga hefur upp á að bjóða og hefur kennararéttindi í Kundalini, Hatha,Baptiste, Yin og Yoga Nidra.