Góugleði – Sunnudaginn 23. febrúar

Undir þrumum og eldingum komu saman nornir þrjár til að skipuleggja samverustund kvenna á fyrsta degi Góu, konudeginum. Athöfn þar sem við komum saman í öruggu rými til að tengjast hinni rísandi kvenlægu orku sem býr innra með okkur öllum.

Stundin hefst á íslenskum jurtabolla, söng, við gerum léttar jógastöður og endum stundina á jóga nidra og gong slökun. Athöfnin er opin öllum konum og kvárum sem vilja hlúa að sér.

Staðsetning: Yoga og heilsa í Síðumúla 15 á 3.hæð

Verð: 5.900,-

Skráning og greiðsla hér

Tími: 23. Febrúar kl. 14 – 15:30

Gott er að vera í þægilegum klæðnaði sem hlúir vel að líkamanum. Hlýir sokkar og uppáhalds kósípeysan þín er mjög góð hugmynd og ef þú vilt koma með einhvern hlut til að leggja í mandölu er það velkomið.

Athöfnina leiða Vera, Helen og Nílla

Hér er linkur á viðburðinn á facebook

Deila: