Ljósin á aðventunni eru kærkomin á dimmasta tíma ársins hér á norðurhveli jarðar. Kertaljós og seríur hvert sem augað lítur og fjölgar eftir því sem líður á mánuðinn. Útiljós og inniljós í alls konar litum, blika í myrkrinu og jafnvel líka um miðjan daginn þegar sólin skríður upp yfir húsþök og fjöll.
Tilfinningar sem ljósin ýta undir eru oftast hlýja og mýkt og gleði yfir að myrkrið víki til hliðar fyrir birtunni og vekur okkur von um bjartari tíð sem framundan er. Það er gott að leyfa okkur að dvelja við þessar góðu tilfinningar og staldra við og taka inn ljósadýrðina. Þannig eigum við líka að sjá ljósið innra með okkur sem alltaf skín þó að stundum gleymum við að líta eftir því. Við gleymum því gjarnan í amstri dagsins, verkefnum, gleði eða áhyggjum.
Með því að stíga á mottuna gefum við okkur rými til að anda dýpra, mýkja líkama og huga og kveikja á orku sem logar lengur en nokkur dagsbirta.
Til að lesa nánar um dagskrána hjá okkur í desember og komandi námskeið í janúar ýtið á hnappinn hér að neðan.