Við erum komnar með nýtt húsnæði!
Það er stór og bjartur salur í Faxafeni 10, 2. hæð. Við erum komnar á fullt að mála og setja upp milliveggi en svo byrjum við með námskeið í september.
Við hlökkum mikið til að taka á móti ykkur á nýjum stað en áfram með metnaðarfulla kennslu og hlýlegt andrúmsloft. Sjáumst í september.
