Lokað í sumar

Kæru iðkendur,

Því miður mun jógastúdíóið okkar loka í lok maí hér í Síðumúla 15. Við leitum að nýju húsnæði og getum vonandi opnað aftur í haust á nýjum stað.

Þetta er auðvitað virkilega leiðinlegt því salurinn okkar er einstaklega góður jógasalur að svo mörgu leyti og við höfum átt margar góðar stundir þar. Húsnæðið þarfnast samt mikillar endurnýjunar og eigendur sjá fyrir sér talsverða hækkun á leigu í kjölfarið.

Við lokum 28. maí og í júní förum við Nílla með tvo jógahópa til Krítar en allt annað kemur í ljós síðar.

?

Kær kveðja,

Ásta Þórarinsdóttir

Eigandi Yoga & Heilsu

Deila: