Breytingar á stundaskrá

Þessa dagana eru margir að fá í hendur stundaskrá vetrarins. Skólarnir eru byrjaðir og þeir hafa mikil áhrif á daglegt líf margra, beint og óbeint. Stundaskrár skipta því miklu máli.

Í þessari viku breyttist stundaskráin okkar smávegis en vetrardagskráin okkar tekur svo gildi frá og með 16. september. Breytingin í þessari viku er sú að ,,Hamingjustundin’’ okkar (Yin & Nidra) á föstudögum færist yfir á fimmtudaga kl 18.30. Hún Nílla ljósberi segir að fimmtudagar séu hinir nýju föstudagar ?. Við þessa breytingu fá þeir fjölmörgu, sem fara út úr bænum eða sinna fjölskyldunni um helgar, tækifæri til að mæta í okkar bestu hamingjustund með Níllu.?

Vetrarstundaskráin verður kynnt fljótlega og þar verður gamalt og gott í bland við nýtt og spennandi.
Verðin á kortum og áskrift hjá okkur hækkar ekki í haust.

Deila: