fbpx

Yoga Start – kemur þér af stað

Yoga start hjálpar þér að fara vel af stað inn í daginn. Öndunaræfingar, hugleiðsla og styrkjandi stöður fyrir allan líkamann. Námskeið sérstaklega hannað fyrir byrjendur í jóga.

Helstu upplýsingar

  • Dagsetning: 23. ágúst – 14. september 2021
  • Vikudagar: mánudagar og miðvikudagar
  • Tími: 06:30 – 07:30
  • Verð: 24.900.
  • Kennari: Bríet Birgisdóttir
  • Skráning: yoga@yogaogheilsa.is

Nánar um námskeiðið

Yoga Start eru námskeið sem henta byrjendum í jóga. Höfuðáhersla er að aðlaga stöðurnar að þinni getu og allar stöður eru gerðar aðgengilegar. Auk þess að læra margar jógastöður munum við leggja áherslu á slökun og öndun.  Á námskeiðinu máttu búast við að öðlast meiri styrk, liðleika, aukna innri ró og betri líkamsstöðu sem aftur stuðlar að til dæmis minni bakverkjum, vöðvabólgu og almennri bættri líðan.  Við kennum alltaf í litlum hópum.

Stuðst er við Iyengarjógaaðferðina á námskeiðinu. Iyengaraðferðin byggir á nákvæmum leiðbeiningum í jógastöðum og kunnáttu kennarans við að nota hjálpartæki í jóga. Þannig munt þú læra að nota blokkir, pullur, belti og stóla í þinni jógaiðkun. Rétt notkun á jógabúnaði getur haft mikil áhrif á framfarir og upplifun á þinni jógaiðkun.

Kennari er Bríet Birgisdóttir, hjúkrunarfræðingur, lýðheilsufræðingur og heilsuráðgafi við Klíníkina fyrir fólk sem hefur farið í efnaskiptaaðgerðir.

Skráning fer fram á netfanginu yoga@yogaogheilsa.is

search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close