fbpx

Yngjumst við þegar við teygjum á bandvefnum?​

Þegar við eldumst minnkar blóðflæðið í bandvefnum, hormónakerfin breytast og teygjanleiki okkar verður minni (sést mjög vel á húðinni).  Það verður eins og einhver hafi hellt lími í liðina okkar og við eigum erfiðara með að beygja og teygja okkur.  Við tökum sérstaklega eftir þessu eftir langan tíma í hvíld, eins og þegar við vöknum á morgnana eða eftir langa setu. Með því að þjálfa bandvefinn með teygjum og þrýstingi getum við viðhaldið teygjanleikanum miklu lengur og aukið vellíðan, minnkað verki og óþægindi sem fylgja stífleikanum og við finnum minna fyrir því að árin séu að bætast við 🙂

Við mælum með að þú mætir í yin yoga til að bæta teygjanleikann í líkamanum. Við erum með Yin Yoga tíma á miðvikudögum kl 18:20 og sunnudögum kl 10:30. Á mánudögum kl 12:00 og föstudögum kl 17:15 erum við svo með mjúkt Yin Yoga sem endar á Yoga Nidra.

Deila: