Í þessum tímum erum við í jógastöðum sem við höldum sitjandi eða liggjandi í 1-5 mínútur. Við notum pullur, teppi, kubba ofl til að finna útfærsluna sem hentar mismunandi líkömum og gefum okkur tíma til að láta uppsafnaða spennu líða úr líkamanum. Með djúpum teygjum og pressu i í stöðunum mýkist bandvefur í vöðvum og liðum og taugakerfið róast. Tímarnir henta byrjendum sem lengra komnum.
