fbpx

Tímarnir

Yoga 1

Yoga 1 tímarnir henta vel þeim sem eru að byrja í yoga og þau sem vilja fara aðeins hægar í gegnum æfingarnar. Við tökum góða tíma til að fara vel í gegnum yogastöðurnar, finnum hvernig við beitum líkamanum betur, styrkjum líkamann og aukum liðleika.

Yoga 1&2

Yoga 1&2 er millivegurinn á milli Yoga 1 og Yoga 2. Tíminn hentar vel þeim sem hafa einhvern grunn í yoga og vilja aðeins meira krefjandi tíma en Yoga 1 en finnst að Yoga 2 tíminn sé ennþá of erfiður.

Tímarnir eru fjölbreyttir, faglegir, krefjandi og skemmtilegir.

Gréta

Yogaflæði/Hlýtt Yogaflæði

Í yogaflæði, vinyasa, tengjum við saman hreyfingu og öndun. Við vinnum í flæði með andardrættinum og hreyfum okkur mikið. Tímarnir geta verið kröftugir en þeir geta líka verið mjúkir. Unnið er mikið út frá sólarhyllingum, við finnum jafnvægi á milli styrks og liðleika og endum hvern tíma á góðri slökun. Í hlýju yogaflæði hitum við salinn upp í ca 30-35 gráður sem hjálpar okkur að mýkja líkamann betur en gerir tímann meira krefjandi.

Yin & Yang

Yin er það mjúka og jarðtengda á móti Yang, hinu orkumikla og kröftuga. Tíminn byrjar á kröftugum yogaæfingum sem styrkja líkamann og byggja upp hita og í seinni hluta tímans hægjum við á okkur í djúpum og slakandi yin teygjum sem við höldum í 2-5 mínútur og endum svo á góðri slökun. Tímarnir passa jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna sem vilja kröftuga og djúpa yogaæfingu.

Ég hef stundað jóga hjá Yoga & Heilsu frá því janúar 2018. Þetta eru yndislegir, fjölbreyttir og skemmtilegir tímar hjá dásamlegum kennurum. Við það bætist að aðstaðan er öll fyrsta flokks þannig að maður kúplast út úr amstri dagsins strax og maður gengur inn.

Kristín

Hatha yoga Iyengar 1

Hatha yoga Iyengar eru yogatímar sem byggjast á aðferðafræði B.K.S Iyengar. Þar er lykiláhersla á að aðlaga hverja jógastöðu út frá getu hvers og eins. Við notum mikið af búnaði sem getur verið mjög hjálplegt bæði til að dýpka stöðurnar en ekki síst til að geta gert þær „rétt“. Tímarnir henta vel fyrir byrjendur og lengra komna og mikil áhersla er lögð á góða líkamsbeitingu. Tímarnir eru rólegir og ekki farið mikið upp/niður af gólfi.

Hatha yoga Iyengar 2

Farið er í aðeins flóknari og erfiðari stöður og yogastöðum er haldið lengur. Æskilegt er að ná færni í Iyengar 1 áður en þú heldur áfram í Iyengar 2 þar sem minni tíma er varið í að skýra stöðurnar og uppsetningu þeirra.

Mömmu yoga

Í mömmujóganu eru allar mæður og börn velkomin, við miðum við að byrja í fyrsta lagi 6 vikum eftir fæðingu og förum rólega af stað. Kynnumst líkama okkar aftur eftir meðgöngu og fæðingu, eigum notalega stund með öðrum mæðrum og börnunum.  Gott er að koma með teppi til að leyfa barninu að liggja á og jafnvel lítið leikfang ef barnið er farið að sýna slíku áhuga, vegna sóttvarna er best að hver komi með sitt eigið.

Yin yoga/Restorative

Yin eru Rólegir tímar þar sem unnið er með hefðbundnar yogastöður, sitjandi, liggjandi eða á hnjánum, og þeim haldið í 2-5 mínútur. Líkaminn fær tíma til að mýkjast upp og slakna og gefa eftir inn í stöðurnar. Bandvefur og vöðvar mýkjast og uppsöfnuð spenna líður úr líkamanum. Stundum blöndum við Restorative stöðum með Yin yoga. Restorative/endurheimt eru stöður sem byggja á studdri hvíld og hugleiðslu.

Yoga nidra

Yoga Nidra er aldagömul hugleiðsluaðferð, kölluð svefnhugleiðsla. Yoga Nidra leiðir þig niður í mjög djúpa slökun á milli svefns og vöku, þar sem hugurinn og líkaminn er laus við stress, álag og áreiti. Þegar hugurinn fær hvíld fær líkaminn tækifæri til að heila sig sjálfur og iðkandinnn kemur endurnærður til baka. Það er sagt að 40 mínútur af Yoga Nidra sé álíka endurnærandi fyrir huga og líkama eins og þriggja tíma svefn.

search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close