Tímarnir

Yoga 1

Yoga 1 tímarnir henta vel þeim sem eru að byrja í yoga og þau sem vilja fara aðeins hægar í gegnum æfingarnar. Við tökum góða tíma til að fara vel í gegnum yogastöðurnar, finnum hvernig við beitum líkamanum betur, styrkjum líkamann og aukum liðleika.

Yoga 1&2

Yoga 1&2 er millivegurinn á milli Yoga 1 og Yoga 2. Tíminn hentar vel þeim sem hafa einhvern grunn í yoga og vilja aðeins meira krefjandi tíma en Yoga 1 en finnst að Yoga 2 tíminn sé ennþá of erfiður.

Yoga 2

Yoga 2 eru fyrir þau sem hafa iðkað yoga í einhvern tíma og vilja kröftuga og krefjandi yogaæfingu og kannski fara aðeins út fyrir þægindarammann. Við vinnum í flæði með andardrættinum, hreyfum okkur mikið og leikum okkur með krefjandi yogastöður. Tímarnir enda svo á góðri slökun

Tímarnir eru fjölbreyttir, faglegir, krefjandi og skemmtilegir.

Gréta

Yogaflæði

Í yogaflæði, vinyasa, tengjum við saman hreyfingu og öndun. Tímarnir eru kröftugir og unnið er mikið út frá sólarhyllingum, finnum jafnvægi á milli styrks og liðleika og endum hvern tíma á góðri slökun. Tímarnir eru á dagskrá á laugardögum.

Hlýtt yogaflæði

Svipaðir og í laugardagstímunum, vinyasa, tengjum við saman hreyfingu og öndun. Kröftugir tímar og finnum jafnvægi á milli styrks og liðleika. Í hlýju yogaflæði hitum við salinn upp í ca 30-35 gráður sem hjálpar okkur að mýkja líkamann betur.

Yin & Yang

Yin er það mjúka og jarðtengda á móti Yang, hinu orkumikla og kröftuga. Tíminn byrjar á kröftugum yogaæfingum sem styrkja líkamann og byggja upp hita og í seinni hluta tímans hægjum við á okkur í djúpum og slakandi yin teygjum sem við höldum í 2-5 mínútur og endum svo á góðri slökun. Tímarnir passa jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna sem vilja kröftuga og djúpa yogaæfingu.

Ég hef stundað jóga hjá Yoga & Heilsu frá því janúar 2018. Þetta eru yndislegir, fjölbreyttir og skemmtilegir tímar hjá dásamlegum kennurum. Við það bætist að aðstaðan er öll fyrsta flokks þannig að maður kúplast út úr amstri dagsins strax og maður gengur inn.

Kristín

Yin yoga

Rólegir tímar þar sem unnið er með hefðbundnar yogastöður, sitjandi, liggjandi eða á hnjánum, og þeim haldið í 2-5 mínútur. Líkaminn fær tíma til að mýkjast upp og slakna og gefa eftir inn í stöðurnar. Bandvefur og vöðvar mýkjast og uppsöfnuð spenna líður úr líkamanum. 

Yoga nidra

Yoga Nidra er aldagömul hugleiðsluaðferð, kölluð svefnhugleiðsla. Yoga Nidra leiðir þig niður í mjög djúpa slökun á milli svefns og vöku, þar sem hugurinn og líkaminn er laus við stress, álag og áreiti. Þegar hugurinn fær hvíld fær líkaminn tækifæri til að heila sig sjálfur og iðkandinnn kemur endurnærður til baka. Það er sagt að 40 mínútur af Yoga Nidra sé álíka endurnærandi fyrir huga og líkama eins og þriggja tíma svefn.

Yoga plús

Yoga Plús er fyrir einstaklinga yfir kjörþyngd sem hafa átt erfitt með að finna hreyfingu við hæfi. Farið er vel yfir líkamsstöðu- og beitingu í hverri yogastöðu til að hámarka virkni og styrk og lágmarka meiðsl. Markmið Yoga Plús er að allir geti notið þess að stunda árangursríkt yoga óháð líkamsþyngd. Með það að leiðarljósi aðlögum við æfingarnar einstaklingsmiðað að hverjum og einum með þar til gerðum yogabúnaði á borð við stóla, veggi, yogablokkir og belti. Tímarnir byggja á endurnærandi öndunaræfingum, liðkandi og styrkjandi yogaæfingum ásamt góðri slökun í lok hvers tíma. Áhersla er lögð á jákvæða líkamsvitund í öruggu og hlýlegu umhverfi.

search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close