fbpx

Yoga Styrkur

Námskeið

Helstu upplýsingar:

  • Dagsetning: 
  • Vikudagar:  Mánudagar og miðvikudagar kl 17:00-18:05
  • Verð:  25.900 kr. 
  • Kennari: Ása Sóley

Nánar um námskeiðið

Yoga Styrkur er kröftugt og skemmtilegt þriggja vikna námskeið fyrir þau sem finnst gaman að hreyfa sig og reyna á líkamann.

Við vinnum með yogastöður, styrktaræfingar og hreyfiflæði til að styrkja líkamann og liðka hann á sama tíma. Byggjum upp styrk sem hjálpar okkur að komast betur í gegnum daglegar athafnir, gerir okkur sterkari í okkar eigin yogaiðkun og þeirri hreyfingu sem okkur finnst gaman að stunda.

Aðal atriðið er að hlusta á líkamann sinn og gera eins og hann getur og á sama tíma að ýta honum aðeins að mörkunum sínum og sjá hvað gerist.

Innifalið er aðgangur í alla opna tíma hjá Yoga&Heilsu á meðan námskeiðið er í gangi.

Hjá Yoga&Heilsu er áhersla lögð á jákvæða líkamsvitund í hlýlegu umhverfi þar sem hver einstaklingur skiptir máli. t

Kröftugt og skemmtilegt námskeið fyrir ykkur sem finnst gaman að leika, hreyfa ykkur og reyna á líkamann!