fbpx

Grunnnámskeið fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í yoga eða þau sem vilja styrkja betur grunninn í sinni yogaiðkun.

Helstu upplýsingar

  • Dagsetning: 6 skipti
  • Vikudagar: Mánudaga & miðvikudaga kl 18:45-19:45 og laugardaga kl 9:00-10:15
  • Verð: 22.900 kr.
  • Kennari: Ása Sóley Svavarsdóttir
  • Skráning: yoga@yogaogheilsa.is

Nánar um námskeiðið

Yoga Start er lokað námskeið fyrir þau sem eru að taka sín fyrstu skref í yoga og þau sem hafa iðkað í einhvern tíma en vilja styrkja grunninn. Grunn námskeið þar sem er farið vel yfir líkamsstöðu- og beitingu til að hámarka virkni og styrk og lágmarka meiðsli. Farið verður í gegnum helstu grunnstöður í yoga, sólarhyllingar, öndun og hver tími endar svo á góðri endurnærandi slökun.
Áhersla er lögð á jákvæða líkamsvitund í öruggu og hlýlegu umhverfi. Að loknu þessu námskeiði ættir þú að vera tilbúin/n að mæta í opna yogatíma og iðka þitt yoga af meira öryggi.
Námskeiðið er í 2 vikur, 6 yogatímar, kennt á mánudögum og miðvikudögum kl 18:45 og laugardögum kl 9:00.
Kennari: Ása Sóley
Verð 22.900 kr – innifalið er 1 auka vika í opna tíma strax að námskeiðinu loknu, aðgangur í alla opna tíma í stundaskrá, aðgangur að spa og tækjasal fyrir eða eftir yogatímaþ

Greiðist með millifærslu á bankareikning nr: 0133-26-002278, kennitala: 510221-0790
Skráning: yoga@yogaogheilsa.is

Skráning fer fram á netfanginu yogaogheilsa@gmail.com