fbpx

Yoga fyrir byrjendur

Námskeið

Helstu upplýsingar:

  • Dagsetning: 1.september – 13. september 2022.
  • Vikudagar:  Fimmtudaga og þriðjudaga kl.20:00 – 21:00 og laugardaga kl. 09:00 – 10:00.
  • Verð:  kr. 24900
  • Kennari: Silja Þórðardóttir

Nánar um námskeiðið

Yoga fyrir byrjendur er lokað námskeið fyrir þau sem eru að taka sín fyrstu skref í yoga og þau sem hafa iðkað í einhvern tíma en vilja styrkja grunninn.

Farið verður í gegnum helstu grunnstöður í yoga, sólarhyllingar, öndun og hver tími endar svo á góðri endurnærandi slökun. Að loknu þessu námskeiði ættir þú að vera tilbúin/n að mæta í opna yogatíma og iðka þitt yoga af meira öryggi.

Námskeiðið er í 2 vikur frá 1. september til 13. september, 6 yogatímar,

kennt á þriðjudögum og fimmtudögum kl 20:00 – 21:00 og laugardögum kl 9:00-10:00.innifalið aðgengi í alla opna tíma í stundaskrá og vikupassi í stöðina í beinu framhaldi af námskeiðin.

Grunnnámskeið fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í yoga eða þau sem vilja styrkja betur grunninn í sinni yogaiðkun.