fbpx

Yoga plús

Námskeið

Helstu upplýsingar:

  • Dagsetning: 10. október – 2. nóvember 2022
  • Vikudagar og tími: Mánudagar kl. 19:00- 20:00 og miðvikudagar kl. 19:30 – 20:30.
  • Verð: 25.900. – framhald 23.900.
  • Kennari: Bríet Birgisdóttir

Nánar um:

Í Yoga Plús er lögð höfuðáhersla á að aðlaga stöðurnar að þinni getu og allar stöður eru gerðar aðgengilegar. Auk þess að læra margar jógastöður munum við leggja áherslu á slökun og öndun.  Á námskeiðinu máttu búast við að öðlast meiri styrk, liðleika, aukna innri ró og betri líkamsstöðu sem aftur stuðlar að til dæmis minni bakverkjum, vöðvabólgu og almennri bættri líðan.  Við kennum alltaf í litlum hópum.

Stuðst er við Iyengarjógaaðferðina á námskeiðinu. Iyengaraðferðin byggir á nákvæmum leiðbeiningum í jógastöðum og kunnáttu kennarans við að nota hjálpartæki í jóga. Þannig munt þú læra að nota blokkir, pullur, belti og stóla í þinni jógaiðkun. Rétt notkun á jógabúnaði getur haft mikil áhrif á framfarir og upplifun á þinni jógaiðkun.

Kennari er Bríet Birgisdóttir en hún er með mikla reynslu úr jógakennslu auk þess að vera hjúkrunarfræðingur, með meistaragráðu í lýðheilsuvísindum og starfar sem lífsstílsráðgjafi hjá Klíníkinni.

Fyrir þann sem er að koma á námskeiðið í annað sinn

Get ekki hætt að dásama þetta námskeið. Er búið að reynast mér mikið gæfuspor að byrja á því. Líkamleg geta er öll önnur og ég er sko búin að fá miklu meira út úr þessu námskeiði heldur en alls konar líkamsræktarfitubolluíkjólinnfyrirjólun-námskeiðum sem ég hef farið á í gegn um tíðina. Munurinn er natni kennaranna að kenna konu að gera æfingarnar rétt og ekki síst kenna skilninginn á því hvað þurfi að gerast í líkamanum til þess að æfingin sé rétt framkvæmd. Það er hægt að hamast í að gera allskonar æfingar án þess að kveikja nokkurn tíman á hvað þarf að eiga sér stað í líkamanum til þess að kona fái það út úr æfingunni sem hún ætti að fá. Endilega ef þú ert bjútíbolla með kropp í lamasessi þá mæli ég milljón % með þessum tímum.