Námskeið
Helstu upplýsingar:
- Dagsetning:
- Vikudagar: Þriðjudaga og fimmtudaga kl 20:00-21:00
- Verð: kr. 25.900 kr
- Kennari: Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir
Nánar um námskeiðið
Námskeiðið hentar einkar vel þeim sem eru að prófa Yoga Nidra í fyrsta skipti en einnig þeim sem eru vönum.
Yoga Nidra er form af hugleiðslu þar sem iðkandinn liggur og lætur fara vel um sig og er leiddur inn í djúpa slökun. Þessi tegund af hugleiðslu getur hjálpað til við að losa um streitu, bæta svefn, ná tökum á kvíða, þunglyndi og ýmsum einkennum kulnunar meðal annars.
Yoga Nidra hefur verið kallað svefn jóganna þar sem nidra þýðist beint sem svefn. En ólíkt svefni er Yoga Nidra meðvituð djúp slökun þar sem hugurinn er í ástandi milli svefns og vöku. Einmitt í því ástandi er hægt að koma meira jafnvægi á hugann, losa hann undan neikvæðu hugsanamynstri, minnka stress og streitu, og létta á ýmsum líkamlegum kvillum sem fylgja auknu álagi í hraða og annríki nútímans. Þegar við komumst úr áreiti hugans og niður í undirmeðvitundina þá gefum við líkamanum okkar frið til að heila sig og endurnærast.
Kennari á námskeiðinu er Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir, með samtals 675 tíma kennaranám að baki. Hún útskrifaðist fyrst með CYT-200 jógakennararéttindi vorið 2019 frá Amarayoga í Hafnarfirði, CYT-300 framhaldsnámið var tekið í Indlandi hjá Om Shanti Om Yoga Ashram í Rishikesh í mars 2020. Einnig er hún með kennararéttindi í yin yoga, gravity yoga og og yoga trapeze (rólujóga).
Þetta höfðu iðkendur að segja eftir yoga nidra námskeiðið:
„Mig langar að þakka fyrir frábært námskeið í Yoga nidra í október hjá Jónu. Þetta námskeið hefur haft virkilega góð áhrif á mig. Svefninn hefur skánað til muna og ég hef náð að tileinka mér margar aðferðir til að öðlast hugarró í daglegu amstri. En einnig hefur námskeiðið aukið áhuga minn á yoga almennt og hvernig hægt er að nýta ýmis verkfæri til að leggja betri rækt við sjálfið og njóta líðandi stundar.”
– Guðbjörg Lárusdóttir
„Yoga Nidra námskeiðið hjá Jónu Dögg var dásamlegt, ég myndi mæla með því fyrir öll. Þar sem flest okkar lifum frekar hröðu lífi og jafnvel mikið stress er gott að komast aðeins út úr hringiðu hugsana sinna og slaka fullkomlega á líkama og huga. Mér fannst mjög gaman og gagnlegt að læra aðeins um Yoga Nidra fræðin og ekki síst að læra öndunaræfingar. Einnig finnst mér ég hafa lært meira um mig á þessu námskeiði og kom endurnært til baka úr hverjum tíma.“
– Aró Berg Jónasar
Nánari upplýsingar: yoga@yogaogheilsa.is