fbpx

Yoga grunnur

Námskeið

Helstu upplýsingar:

  • Dagsetning: 20.febrúar- 8.mars
  • Vikudagar:  Mánudagar og miðvikudagar kl 20:00-21:15
  • Verð:  25.900 kr. 
  • Kennari: Ásta Þórarinsdóttir

Nánar um námskeiðið

Yoga Grunnur lokað námskeið fyrir þau sem eru að taka sín fyrstu skref í yoga og þau sem hafa iðkað í einhvern tíma en vilja styrkja grunninn.

Á þessu námskeiði verður farið vel yfir helstu grunnstöður í yoga, öndun og slökun. Með góðum grunni náum við að nota yoga til að styrkja og liðka líkamann og kyrra hugann. Yogastöðurnar eru útfærðar eftir mismunandi líkamsgerðum og að námskeiði loknu ættir þú að vera tilbúin/inn/ið að mæta í opna yogatíma og iðka þitt yoga af meira öryggi.  

Hjá Yoga&Heilsu er áhersla lögð á jákvæða líkamsvitund í hlýlegu umhverfi þar sem hver einstaklingur skiptir máli. 

 

Grunnnámskeið fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í yoga eða þau sem vilja styrkja betur grunninn í sinni yogaiðkun.