Yoga fyrir golfara
Námskeið
Helstu upplýsingar:
- Dagsetning: 22.mars-31.maí
- Vikudagar Miðvikudagar
- Tími: 20:00-21:00
- Verð: kr 23.900
- Kennari: Ásta Þórarinsdóttir
Nánar um:
Yoga fyrir golfara er námskeið fyrir alla sem ætla að spila golf í sumar og vilja liðka og styrkja sig til að undirbúa ánægjulegan leik.
Axlir, mjaðmir og handleggir eru í forgrunni á námskeiðinu en einnig verður farið yfir alla helstu liði líkamans, öndun og slökun. Eftir námskeiðið ætti hver og einn að vera betur undirbúinn með upphitunaræfingar, teygjur og hreyfingar fyrir og á meðan á golfæfingu-/leik stendur.
Tímarnir eru á miðvikudagskvöldum kl 20:00-21:00. 10 skipti á 11 vikum ( það verður ekki tími 17.maí)
Hjá Yoga&Heilsu er áhersla lögð á jákvæða líkamsvitund í hlýlegu umhverfi þar sem hver einstaklingur skiptir máli.
