fbpx

Yin yoga og slökun

Námskeið

Helstu upplýsingar:

  • Dagsetningar: 1-17. nóvember 2022
  • Vikudagar: Þriðjudagar og fimmtudagar.
  • Tími: 20:00-21:30.
  • Verð:. 25900
  •  
  • Kennari: Ásta Þórarinsdóttir

Nánar um :

Yin yoga og slökun – 6 lokaðir tímar

Námskeiðið hentar þeim sem vilja auka hreyfanleika liða og liðleika líkamans alls. Yin yoga er einföld en áhrifarík leið til að vinna með líkamann. Yin stöðurnar eru nær allar á gólfi og er haldið í nokkrar mínútur í senn. Vegna tímans sem varið er í stöðunum getur það bæði verið krefjandi fyrir líkamann og ekki síður hugann, sem vill gjarna vera á ferð og flugi. Hvíld eftir Yin yoga er því oft mjög djúp og slakandi.
Innifalið:
6 lokaðir tímar, hámark 12 manns í einu og aðgangur í alla opna tíma í stundaskrá á meðan á námskeiðinu stendur. Allur búnaður til að aðlaga stöðurnar að líkama hvers og eins er á staðnum.

Ásta er ein af meðeigendum Y&H og hefur undanfarin misseri sérhæft sig í yinyoga og bandvefslosun. Hún hefur sótt sér þekkingar víða, bæði í jógakennaranámi, námskeiðum og fyrirlestrum. Ásta hefur sjálf glímt við bakverki, gigt o.fl. og hefur notað jóga sér til hjálpar.

(áskrifendur hjá Yoga&Heilsu fá frítt á þetta námskeið ef pláss leyfir).

Áhrifarík leið til að vinna með líkamann, bæði til að styrkja liði og vinna með djúpar teygjur í bandvef líkamans