fbpx

Vinyasa flæði-Hugleiðsla á hreyfingu

Námskeið

Helstu upplýsingar:

  • Dagsetning: 15-31.mars (3 vikur, 8 skipti)
  • Vikudagar: Mánudagar og miðvikudagar kl 17:30-18:45, laugardagar kl 9:00-10:15
  • Verð: 23.900 kr, innifalið 8 tímar lokaðir tíma og aðgangur að opnun tímum í stundaskrá.
  • Kennari: Ása Sóley Svavarsdóttir

Nánar um :

Langar þig að læra betur Vinyasa tæknina? Viltu byggja upp meiri styrk og liðleika til að geta mætt í meira krefjandi yogatíma?

Vinyasa (yogaflæði) er hreyfing í takt við andadráttinn, stundum kallað hugleiðsla á hreyfingu. Á þessu námskeiði förum við í gegnum grunninn á Vinyasa flæði og tökum fyrir sólarhyllingar, chaturanga armbeygjur, að stíga fram úr hundinum, að hoppa fram og aftur í flæðinu, hreyfingu með öndun og fleira. Við byrjum á grunninnum og vinnum okkur svo áfram þaðan þannig að í hverjum tíma gerum við alltaf aðeins meira en í tímanum á undan. Við byggjum upp kjarnastyrkinn okkar (core styrkinn), styrkinn í efri búk og liðleikann með skemmtilegum hreyfingum tengdum andardrættinum. Við hreyfum okkur mikið, svitnum og höfum gaman á meðan.

Námskeiðið hentar vel þeim sem vilja læra betur Vinyasa flæði, auka liðleika, styrkja sig, leika sér og hreyfa sig í krefjandi yogatímum.

Dagsetningar: 15-31.mars, mánudagar og miðvikudagar kl 17:30-18:45, laugardagar kl 9:00-10:15. Mánudaga og miðvikudaga verður farið í tækni og styrktaræfingar. Á laugardögum verður leiddur Vinyasa tími þar sem unnið er með það sem búið er að fara í gegnum.

Ása hefur æft Vinyasa yoga í 12 ár og það sá stíll af yoga sem hún tengir best við. Að flæða með andardrættinum í krefjandi hreyfingum er fyrir mig ein besta leiðin til að róa hugann og tengjast líkamanum, hugleiðsla á hreyfingu.
*Áskrifendur hjá Yoga&Heilsu geta skráð sig frítt á námskeiðið ef pláss leyfir*

Í flæði með andardrættinum náum við að róa hugann og tengjast líkamanum