Svefnnámskeið með yoga áherslu

– Skráning á biðlista –

Yoga snýst um að kyrra hugann. Á þessu námskeiði leitumst við eftir að finna innra jafnvægi, efla einbeitingu og andlega heilsu.

Helstu upplýsingar

  • Dagsetning:
  • Vikudagar:
  • Tími:
  • Verð:
  • Kennari: Bríet Birgisdóttir
  • Skráning á biðlista: yogaogheilsa@gmail.com

woman in red long sleeve shirt sitting on chair while leaning on laptop

Nánar um námskeiðið

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem upplifað hafa svefnleysi til lengri tíma. Það byggir á samtölum og fræðslu um svefn og svefnvenjur auk þess sem allir þátttakendur þurfa að fylla út svefndagbók fyrir hvern dag. Hverjum tíma líkur með mýkjandi og róandi jógaæfingum auk öndunaræfinga sem hafa róandi áhrif á taugakerfið.

Námskeiðið stendur yfir í 4 vikur og getur verið talsvert krefjandi. Áður en það hefst hringjum við í alla áhugasama sem hafa skráð sig til að skýra nánar eðli námskeiðsins, kröfur þess og væntanlegs ávinnings.

Kennari er Bríet Birgisdóttir, hjúkrunarfræðingur, lýðheilsufræðingur og heilsuráðgafi við Klíníkina. Bríet hefur haldið mörg námskeið fyrir fólk með svefnvanda.

Innifalið:

Tveir fastir tímar á viku.
Handklæði á staðnum.
Aðgangur í fallegt Spa (sauna, heitur pottur, kaldur pottur, æfinga-/flotlaug).
Aðgangur í tækjasal fyrir og eftir tíma.
Aðgangur í alla opna tíma í stundaskrá.

Námskeiðsgjald greiðist með millifærslu:
Reikningur: 0133-26-200372, kennitala: 580619-1420.

Skráning fer fram á netfanginu yogaogheilsa@gmail.com

search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close