fbpx

Öndun og endurheimt

Námskeið

Helstu upplýsingar:

  • Dagsetningar: 29. nóvember-20. desember
  • Vikudagar: mánudaga og miðvikudaga
  • Tími: 18:45 – 19:45
  • Verð: 24.900 kr
  • Kennari: Briet Birgisdóttir

Nánar um :

Á þessu námskeiði ætlum við að nota tækni Restorative yoga til þess að undirbúa líkamann fyrir öndunaræfingar og slökun. Restorative jógaæfingar eru allar slakandi æfingar og flestar gerðar á gólfi. Lögð er áhersla á að koma líkamanum vel fyrir með aðstoð jógabúnaðar til þess að upplifa eins fullkomna hvíld og hægt er. 

Jógastöðurnar hafa mismunandi verkun á líkamann og geta haft jákvæð áhrif á t.d. hormónakerfi, verki (sérstaklega í kviðarholi/æxlunarlíffærum kvenna), dregið úr bjúg og hjálpað til við að ná dýpri og árangursríkari öndun. Samkvæmt hefðum Iyengar yoga er mikilvægt að iðka öndunaræfingar í fullkominni ró og án streitu en restorative yogastöður eru til þess fallnar að hjálpa okkur að finna fullkomna ró um leið og við opnum fyrir orkuflæði líkamans. 

Við lærum svo helstu öndunaræfingarnar (pranayama) og tæknina við að mestra þær eins vel og við getum. Öndunaræfingar hafa mjög mikil áhrif á bæði huga og líkama, geta bætt einbeitingu, styrkja lungun og ónæmiskerfið auk þess að vera mjög slakandi.

Námskeiðið hentar fyrir nýliða í yoga sem og fyrir reynda jóganemendur sem vilja læra meira um öndun og öndunaræfingar.