Mömmyoga – opnir tímar

hefst 3. febrúar kl. 9:45 – 10:45.

Mömmuyoga styrkir líkamann eftir fæðinguna um leið og mamma og barn njóta notalegrar samveru.

Helstu upplýsingar

  • Dagsetning: Hefst 3. febrúar
  • Vikudagar: Miðvikudagar.
  • Tími: kl 09:45 – 10:45.
  • Verð: Klippikort 19900 (10 skipti).
  • Kennari: Bríet Birgisdóttir, meðgöngujógakennari, heilsumarkþjálfi, hjúkrunarfræðingur.
  • Skráning: yogaogheilsa@gmail.com
four rock formation

Nánar um mömmuyoga

Mömmujóga er dásamleg stund til að styrkja líkamann eftir fæðinguna og njóta þess að hreyfa sig með barninu sínu. Auk þess að hitta aðrar mæður og njóta þess að eiga góða stund saman í rólegu og fallegu umhverfi. Yogatíminn byggist upp af æfingum fyrir þau svæði sem þarf að styrkja eftir fæðinguna og til að mýkja og losa um spennu í öxlum sem oft verða aumar og þreyttar við brjóstagjöf auk þess að finna tíma fyrir hvíld og ró. Í lok hvers tíma fá börnin sína athygli líka og smátt og smátt læra þau að vera með í tímunum og njóta jafnmikið og móðirin.

Við erum einnig í samstarfi við Aðalbjörgu Björgvinsdóttur kvensjúkdómalækni og Guðrúnu Sigríði Ólafsdóttur Ljósmóður sem koma og fræða þátttakendur um meðal annars brjóstagjöf, grindarbotninn og kynlíf eftir fæðingu og fleira.

Við bjóðum mæðrum að koma með börnin sín frá 6 vikna aldri til 12 mánaða.

Skráning fer fram á netfanginu yogaogheilsa@gmail.com

search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close