fbpx

Mömmujóga

Námskeið

Helstu upplýsingar:

  • Dagsetning: 4-24. maí 2022
  • Vikudagar: Miðvikudagar og föstudagar.
  • Tími: kl 10:30 – 11:30
  • Verð: 24.900 kr
  • Kennari: Silja Þórðardóttir

Nánar um námskeiðið:

Mömmujóga er dásamleg stund til að styrkja líkamann eftir meðgöngu og fæðingu og njóta þess með barninu sínu. 

Tíminn er byggður upp á æfingum fyrir þau svæði sem þarf að styrkja og einnig æfingum til að mýkja og losa um spennu í öxlum sem oft verða aumar og þreyttar á þessum tíma. Þá förum við einnig yfir öndunaræfingar og slökun. Auk þess að styrkja, liðka og slaka á er skemmtilegt að hitta aðrar mæður og njóta þess að eiga góða stund saman í rólegu og fallegu umhverfi. Í lok hvers tíma fá börnin sérstaka athygli og smátt og smátt læra þau að vera með í tímunum og njóta jafnmikið og móðirin.

Við bjóðum mæðrum að koma með börnin sín frá 6 vikna aldri til 12 mánaða.

Auk tímanna þar sem börnin koma með fylgja fimm skipti í opna tíma án barna eftir leiðsögn kennara um hvaða tímar henta og 20% afsláttur af næsta námskeiði eða korti.

Mömmujóga styrkir líkamann eftir fæðinguna um leið og mamma og barn njóta notalegrar samveru.