Meðgönguyoga

17. nóvember – 26. nóvember

Markmið námskeiðisins er að læra að þekkja eigin líkama og taka tillit til þarfa hans á meðgöngu, auk þess að styrkja, liðka og ekki síst læra að slaka á.

Helstu upplýsingar

  • Kennt á zoom
  • Dagsetning: 17. nóvember – 26. nóvember 2020
  • Vikudagar: þriðjudaga & fimmtudaga
  • Tími: kl. 17:15-18:15
  • Verð: 8.000 kr.
  • Kennari: Bríet Birgisdóttir
  • Skráning: yogaogheilsa@gmail.com

Nánar um námskeiðið

Margar ófrískar konur kjósa að vera í sjálfskipaðri sóttkví þegar nær dregur að fæðingunni, þess vegna langar okkur að skapa vettvang fyrir konur að geta hist og stundað meðgöngujóga undir handleiðslu á öruggum stað – heima hjá sér.

Það getur reynst mörgum erfitt að koma sér fyrir heima til að gera yoga á dýnunni sinni. Kosturinn við yoga er að það er einmitt hluti af iðkuninni að halda áfram að stunda yoga þrátt fyrir að aðstæður séu ekki eins og best verður á kosið. Þannig getur yoga á Zoom verið áskorun til að halda sinni rútínu þrátt fyrir áskoranir og að þú hafir ekki allt undir stjórn. Ef þú ert með börn heima, leyfðu þeim bara að vera með. Ef þú ert með lítið pláss þá þarftu ekki meira pláss en dýnan passar á. Það getur verið gott að vera með heyrnatól svo þú heyrir í kennaranum. Þú getur slökkt á myndavélinni þinni ef þú vilt ekki vera í mynd. Ef ekkert er að virka þá færðu senda upptöku af timanum og tekið hann þegar hentar.

Við mælum með að hafa við hendina: Dýnu, pullu, 2 – 3 teppi, jóga kubba og stól. Þú getur gert jógapullu úr handklæðum. Taktu 6 – 7 handklæði og rúllaðu þeim upp, þá ertu komin með ágætis pullu sem gefur nægan stuðning við bakið. Þú getur notað t.d. bækur í stað kubba.

Meðgöngujóga er ekki síst til að kynnast öðrum ófrískum konum, styrkja hvor aðra og læra af hverri annarri. Meðganga og fæðing er án efa eitt stærsta verkefni í lífi hverrar konu sem velur að eignast barn. Bæði líkaminn sjálfur og hormónakerfi líkamans verða fyrir miklum breytingum á meðgöngunni sem oft hefur mikil áhrif á líðan kvenna og upplifun þeirra af meðgöngunni. Vellíðan móður á meðgöngu hefur einnig áhrif á hið ófædda barn, þess vegna er mikilvægt að ófrískar konur passi vel upp á heilsu sína alla meðgönguna. Í meðgöngujóga er unnið markvisst með líkamann, styrkleika, liðleika, slökun og öndunaræfingar, sem koma að góðum notum við fæðinguna.

Námskeiðsgjald greiðist með millifærslu:
Reikningur: 0133-26-200372, kennitala: 580619-1420.

Skráning fer fram á netfanginu yogaogheilsa@gmail.com

search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close