fbpx

Meðgönguyoga

Næsta námskeið verður 8. febrúar 2022

Markmið námskeiðsins er að læra að þekkja eigin líkama og taka tillit til þarfa hans á meðgöngu, auk þess að styrkja, liðka og ekki síst læra að slaka á.

  • Námskeið
  • Dagsetning: 8.febrúar -3. mars 2022
  • Vikudagar: þriðjudagar & fimmtudagar
  • Tími: 18:30 – 19:45
  • Verð: kr 24.900
  • Framhald verð: kr. 20900
  • Kennari: Ásta Þórarinsdóttir
  • Skráning: yoga@yogaogheilsa.is

Nánar um námskeiðið

Markmið námskeiðsins:
Þekkja þinn eigin líkama og að taka tillit til þarfa hans á meðgöngu auk þess að styrkja, liðka og ekki síst læra að slaka á.
Við þjálfum einnig öndunaræfingar sem koma að góðum notum við fæðinguna.
Meðgönguyoga er ekki síst til að kynnast öðrum ófrískum konum, styrkja hvor aðra og læra af hverri annarri. Meðganga og fæðing er án efa eitt stærsta verkefni í lífi hverrar konu sem velur að eignast barn. Bæði líkaminn sjálfur og hormónakerfi líkamans verða fyrir miklum breytingum á meðgöngunni sem oft hefur mikil áhrif á líðan kvenna og upplifun þeirra af meðgöngunni. Vellíðan móður á meðgöngu hefur einnig áhrif á hið ófædda barn, þess vegna er mikilvægt að ófrískar konur passi vel upp á heilsu sína alla meðgönguna. Í meðgönguyoga er unnið markvisst með líkamann, styrkleika, liðleika, slökun og öndunaræfingar. Yoga & Heilsa er með góðan yogabúnað (teppi, blokkir, belti, bólstra og jógastóla) sem er notaður til þess að auka vellíðan og stöðugleika í öllum æfingum. Ekki er æskilegt að hefja yogaiðkun fyrir viku 12, en svo lengi sem þér líður vel getur þú mætt í yoga alveg fram að fæðingunni. Ef þú ert ekki viss um að yoga henti fyrir þig, vegna einhverra kvilla eða vandamála sem tengjast meðgöngunni er mikilvægt að þú ráðfærir þig við ljósmóður eða lækni áður en þú skráir þig.

Innifalið:
Tveir fastir tímar á viku.
Lokaður hópur á Facebook.
Aðgangur í opna tíma Aðgangur í tækjasal og Spa tengt yogatímum

Skráning fer fram á netfanginu yoga@yogaogheilsa.is

search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close