Námskeið
Helstu upplýsingar:
- Dagsetning:
- Vikudagar:
- Verð: kr. 3.500 kr
- Kennari: Stella Maris
Nánar um tímann
Kundalini yoga er kröftugt og umbreytandi yoga þar sem unnið er með orkulíkmann í gegnum æfingar, öndun, hugleiðslu og möntrusöng. Kundalini yoga er kallað móðir alls yoga þar sem það er upprunalega yoga og allt yoga byggir að einhverju leiti á því. Farið verður í léttar æfingar, teygjur, hugleiðslu og góða slökun með hugleiðslu.
Ég byrjarði að stunda yoga sem unglingur og svo kynntist ég Kundalini yoga þegar ég er ófrísk að yngsta stráknum mínum, fyrir um 10 árum og ég fann strax tilfinninguna um að “nú væri ég komin heim”. Ég skellti mér í kennaranám í janúar 2022 og kláraði í júní sama ár. Ég hef einnig lært krakkayoga, Yin fascial yoga byggðu á áfallamiðuðu yoga og svo er ég Reikimeistar og tónheilari og nota heilun og tónheilun mikið í minni vinnu.
Bestu kveðjur,
Stella Maris
Nánari upplýsingar: yoga@yogaogheilsa.is
