Karla yoga

Námskeiðið er grunnnámskeið fyrir karla þar sem farið verður í undirstöðu atriði yogaiðkunnar sem auka liðleika og styrk ásamt að auka líkamlega og andlega heilsu.

Helstu upplýsingar

Nánar um námskeiðið

Strákar, það er kominn tími til að prufa yoga!!!
Námskeiðið er grunnnámskeið þar sem farið verður í undirstöðu atriði yogaiðkunnar sem auka liðleika og styrk, ásamt að auka líkamlega og andlega heilsu. Við förum í gegnum yogastöður, djúpar teygjur, öndun, hugleiðslu og endum hvern tíma á góðri slökun.

Frábært námskeið fyrir alla karlmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref í yoga eða hafa æft í einhvern tíma og vilja styrkja grunninn.

Innifalið:

Tveir fastir tímar á viku.
Handklæði á staðnum.
Aðgangur í fallegt spa (sauna, heitur pottur, kaldur pottur, æfinga-/flotlaug).
Aðgangur í tækjasal fyrir og eftir tíma.
Aðgangur í alla opna tíma í stundaskrá.

Námskeiðsgjald greiðist með millifærslu á reikning: 0133-26-200372, kennitala: 580619-1420.

Áskrifendur hjá Yoga&Heilsu fá frítt á þetta námskeið ef pláss leyfir.

Skráning fer fram á netfanginu yogaogheilsa@gmail.com

search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close